HÆRRA PLAN, HÆRRA PLAN...
"Slík leikflétta myndi því litlu breyta og vandséð að hún gæti
gefið fólkinu í landinu nýja von." Þannig endar Þorsteinn
Pálsson, fyrrverandi afsettur formaður Sjálfstæðisflokksins,
maðurinn sem hóf einkavæðingaferli Sjálfstæðisflokksins með
sölu, sumir sögðu gjöf, Síldarverksmiðjanna til þóknanlegra og
afkomenda þeirra, maðurinn sem festi í sesssi framsalið í
kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar. Svona endar hann enn einn
pistilinn hjá skoðanabræðrum sínum rit-og
fjölmiðlastjóranum, sem áður og fyrr var aðsoðarmaður sendiherrans
við Skúlagötu.
Enn á ný þessi hugmynd Þorsteins, Ólafs og Ara:
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin verða að koma þjóðinni
í
sameignarfélagi inn í Evrópsambandið með því að mynda
ríkisstjórn. Þorsteinn Pálsson er búinn að skrifa 69 svona
greinar, sem virðast sumar hverjar sveiflast eftir því fyrst
og fremst, hvernig þeim tekst til sem felldi Þorstein úr
formannsstóli, þeim hinum sama og nú stýrir morgunblaði
fyrrum vina sendiherrans.
Umræðan má ekki verða svona prívat og þröng og snúast um
eitthvað sem gerðist á fundi fyrir hálfu
tuttugasta ári. Hærra plan, hærra plan, má ég biðja um dýpri
hugsun, og hreinskiptari framsetningu.
Kveðja
Jóna Guðrún