AÐ HRUNI KOMINN Desember 2010
...Nú get ég ekki lengur orða bundist vegna samgöngumála hér á
höfuðborgarsvæðinu. Ég hef fyrir nokkru síðan gefið upp alla von um
að við hér á höfuðborgarsvæðinu, sem borgum að langmestu fyrir
vegakerfi landsins, fáum úrbætur á hættulegustu vegaköflum
landsins, þar sem flest dauðaslys verða. Þá er ég að tala um
Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Nú eru uppi hugmyndir um að að
taka vegtoll af höfuðborgarbúum, sem hafa þó verið nógu góðir til
að ...
Stefán Þórsson, Kjalarnesi
Lesa meira
Sæll Ögmundur - Venjan er sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins
fái svona meðferð hjá Samfylkingarfjölmiðlunum og er þá
sannleikurinn ekkert að þvælast þar fyrir. Nú er sá góði drengur
Ásmundur Einar skotspónninn. Sf væntanlega að hefna sín. En er nú
ekki kominn tími til þess að þingmenn hætti gífuryrðum í garð hvers
annars og reyni að endurheimta eitthvað af virðingu þingsins? Svona
skrif um Ásmund eða aðra þingmenn dæma sig sjálf. Ummæli Björns
Vals um þremenningana og aðra eru hans orð og dæma hann sjálfann en
niðurlægja þingið í leiðinni. Árni Þór svarar væntanlega ...
Ólafur I. Hrólfsson
Lesa meira
Æ Ögmundur. Þið samþykktuð að taka þátt í þessari ríkistjórn og
að sækja um aðild að EB og leyfa síðan fólki í atkv.greiðslu að
ákveða hvort að það vildi inn eða ekki. Ég treysti hvorki Ásmundi
(sem hefur verulega sérhagsmuni að gæta, t.d. að meina mér að borða
"Gamle Ole" ost sem er eitthvað sem við kunnum ekki að framleiða)
og ekki heldur treysti ég þér til að ákveða þetta fyrir mig. Af
hverju ekki að láta fólkið í landinu ákveða þetta? Eða eruð þið
svona miklir "besserwisser" að þið teljið að þið vitið þetta í
nafni þjóðarinnar. Ég vil taka það fram að ég er vinstri maður og
hef alltaf verið það, alinn upp á Hagamel og aldrei kosið
....
Skarphéðinn Gunnarsson
Lesa meira
Þakka þér fyrir að vekja athygli á skipulagðri rógsherferð á
hendur Ásmundi Einari Daðasyni þingmanni VG. Þú gleymdir að vísu að
telja upp eyjuna.is sem hefur ekki látið sitt eftir liggja yfir
hátíðarnar. Það er mikill misskilningur að þetta snúist um
hjásetu ÁSD við fjárlagafrumvarpið. Mitt mat er að þetta snúist
einvörðungu um andstöðu Ásmundar Einars við ESB umsóknina. Þar
kemur heiftin og þar truflar hann hugsanlega inngöngu í
himnaranninn sjálfan. Slíkt gengur náttúrlega ekki af hálfu
sanntrúaðra.
Jóel A.
Lesa meira
Ég held að það sé mikilvægt að taka þessa umræðu ekki um
einstaka vegaspotta heldur út frá því hvaða leið á að velja til
framtíðar við skattlagningu. Það er ekkert sem bendir til þess að
við þurfum að flýa okkur við þessa ákvörðun, rafbílar eru fáséðir á
götum og verða það næstu ár. Ekki er vandamál að nota núverandi
kerfi við skattlagningu á aðra orkugjafa svo sem vetni og metan. Í
fréttum hefur komið fram að Hollendingar hafa frestað sínum
gervihnattapælingum vegna kostnaðar. Fyrverandi vegamálaráðherra
talar eins og kerfið sé til og þetta verði ekkert mál. Formaður FÍB
hefur verið með góð rök og upplýsingar. Tel undarlegt að í ljósi
þess að ...
Haukur Harðarson
Lesa meira
Ef ég hef skilið málflutning þinn í gegn um tíðina rétt vilt þú
virða mannréttindi fólks. Nú ertu dómsmálaráðherra og þess vegna
vil ég vita hvort þú hyggst breyta því misrétti að sumar
fjölskyldur geti borið ættarnafn en aðrar ekki. Þetta er klárlega
brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ég er í þeirri stöðu að
vilja ekki bera kenninöfn foreldra minna af góðum ástæðum en
stjórnvaldið á Íslandi hefur sett lög sem ...
Ísak
Lesa meira
Tek heilshugar undir Pétri (23.12.2010). Er og hef verið
eindreginn stuðningsmaður VG undanfarin ár. Eftir hryðjuverk Lilju
og co. undanfarin misseri þá efast ég stórlega um að flokkurinn sé
atkvæðis virði. Vona þó að þetta ástand lagist. Það er í lagi að
vera með andstæðar skoðanir. Berjast fyrir þeim af hörku innan
flokks og halda sínum sjónarmiðum á lofti. Síðan er haldin
atkvæðagreiðsla eða tilteknum aðilum falið að komast að niðurstöðu,
þá er það niðurstaða sem á að fylgja því að á endanum þá er
stjórnarseta eðli málsins samkvæmt, málamiðlun margra þingmanna og
ólíkra skoðana. Menn eiga að fylkja sér um ...
Kristján
Lesa meira
það er fyndið að sjá og heyra að Bretar og Norðmenn ætli sér að
banna Íslendingum að veiða makríl í þeirra lögsögu, sérstaklega í
ljósi þess að fyrrnefnda þjóðin stundaði hér rányrkju í marga
áratugi upp í landsteinum (að vísu með leyfi Dana á meðan þeir réðu
hér) Norðmenn aftur á móti voru búnir að eyða öllum hval kringum
landið um 1911. Hvað vill þetta fólk upp á dekk?
Edda
Lesa meira
Ég hef ekki alltaf deilt með þér skoðunum Ögmundur, en talið þig
þó þokkalega heiðarlegan, án tilburða til undirferlis. Nú kemur í
ljós að þú situr að svikráðum með lökustu félögum VG gegn eigin
ríkisstjórn og öðrum samstarfsfélögum! Þú hlýtur að gera þér grein
fyrir að þetta getur ekki gengið upp. Vinstri menn á Íslandi hafa
aldrei getað unnið saman. Þegar þeir komast til valda þá eru það
alltaf einhverjir meðal þeirra sem fara að dansa þegar herrarnir í
Hádegismóum þenja nikkuna. Einu sinni var það Finnbogi Rútur, þá
Hannibal, svo Eðvarð og Björn og þá hefur Hjörleifur Guttormsson,
með óraunsæjum kröfum, ekki látið sitt eftir liggja með að brjóta
niður tilraunir til að byggja upp félagslega réttlátt samfélag
...
Pétur
Lesa meira
"Slík leikflétta myndi því litlu breyta og vandséð að hún gæti
gefið fólkinu í landinu nýja von." Þannig endar Þorsteinn
Pálsson, fyrrverandi afsettur formaður Sjálfstæðisflokksins,
maðurinn sem hóf einkavæðingaferli Sjálfstæðisflokksins með
sölu, sumir sögðu gjöf, Síldarverksmiðjanna til þóknanlegra og
afkomenda þeirra, maðurinn sem festi í sesssi framsalið í
kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar. Svona endar hann enn einn
pistilinn hjá skoðanabræðrum sínum rit-og
fjölmiðlastjóranum, sem áður og fyrr var aðsoðarmaður sendiherrans
við Skúlagötu...Umræðan má ekki verða svona prívat og
þröng og snúast um eitthvað sem gerðist á fundi fyrir
hálfu
tuttugasta ári...
Jóna Guðrún
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum