VANTAR BARA HELGUVÍK

Mikið ósköp værir þú nánast hinn fullkomni stjórnmálamaður ef þú gætir endurmetið örlítið afstöðu þína til álversins í Helguvík. Slíkt skref myndi enda vera öflugt innlegg í þína stöðu sem vonandi verðandi formaður VG. Þú verður og munt vonandi fara í þann slag sem ljóslega hefur verið boðaður innan tíðar og sjá muntu að þar mun ótvíræðu brautargengi verða veitt. Ég vildi aukinheldur sjá þig taka af öll tvímæli varðandi umsóknaraðildina frægu og yfirlýsa að þangað inn hefðum við ekkert að gera, en þetta er nú bara minn óskalisti. Boðaðar hugmyndir Jóns Bjarnasonar með auknar aflaheimildir í bolfiski sem seldar verða á markaði eru hrein snilld enda svo sem ekki við öðru að búast frá honum og sé ég ekki hvernig hægt verði að skáka honum frá þegar ráðuneyti atvinnuvega verður sett á laggirnar um áramótin. Ég þykist þess fullviss að þú sjáir hörmungina sem við blasir í öllu tilliti frá samstarfsflokknum og vona að fljótlega komi einhver sem gerir stjórnina óstarfhæfa svo að hvíla megi dáta hans. Kveðja, Óskar K. Guðmundsson fisksali.

Fréttabréf