Fara í efni

AFGREIÐIÐ FYRNINGUNA STRAX!!!

Ég hlustaði á umræður á Alþingi í dag um fyrningarfrumvarpið sem þú hefur lagt fram. Ég skil svosum að þú skulir hafa sagt að frumvarpið þyrfti að skoðast vel en tók eftir því að þú sagðir jafnframt að frumvarpið væri að þínum dómi mjög gott. Ég starfa í fjármálageiranum og þekki mjög vel til þessara mála enda á degi hverjum að aðstoða fólk á barmi gjaldþrots. Ég veit og skil að þetta frumvarp er gríðarlega gott og ótrúlegt hve langt er gengið skuldurum í hag!  Ég bjóst við efasemdum Íhaldsins en ekki frá þingmönnum sem gefa sig út fyrir að standa með skuldugu fólki. Talsmaður Hreyfingarinnar sagði frumvarpið ónýtt!!!! Ætlar þetta fólk að leggja stein í götu þeirra sem nú eru að fá réttarbót? Bara vegna þess að það skilur ekki gangverkið í þessum málum? Eða telur sig þurfa vera á móti. Ömurlegt! Ég sá og heyrði að nú ætla menn að leggjast í miklar tafir á málinu. Alþingi hefur ekki leyfi til að stöðva þessa réttarbót. Afgreiðið frumvarpið strax!
Jóel A.