Fara í efni

SETJUM TRAUST OKKAR Á ÞIG

Sæll Ögmundur,
Ég skrifaði þér tölvupóst þar sem ég hvatti þig til að koma í veg fyrir það níðingsverk sem virðist vera í uppsiglingu gegn Jussanam da Silva. Svo sá ég þig í ríkissjónvarpinu þar sem fjallað var um þetta mál. E.t.v. hefur viðtalið við þig verið klippt með óeðlilegum hætti, en þar sagðir þú ekkert um kjarna málsins, þ.e.a.s. hvað þú hyggist gera til að koma í veg fyrir aðfarir af þessu tagi. Það eru margir sem setja traust sitt á þig í mannréttindamálum sem nú heyra undir þig sem dóms- og mannréttindaráðherra. Ég vona að það sé ekki of mikil bjartsýni hjá okkur sem höldum að þú sért maður með prinsíp sem beri hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti.
Bestu kveðjur,
Einar

Fréttamönnum er vandi á höndum þegar viðtöl eru klippt því þeim er naumt skammtaður tíminn. Mig minnir að í ósýndum hluta viðtalsins hafi ég sagt að ráðuneyti mitt héti dómsmálaráðuneyti og mannréttindaráðuneyti. Þetta mál yrðu skoðað frá hinum síðrnefnda sjónarhólnum  ef til kæmi.
Kv.
Ögmundur