Fara í efni

FORSETINN BOÐAR NÝJA ÚTRÁS

Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Forsetinn vill að við gerum aðra tilraun til að hösla okkur völl í Kína, í ríki frelsis og mannréttinda. Væri ekki rétt að fara yfir fyrri viðskipti okkar Íslendinga og annarra þjóða við Kína, en þau virðast bara vera á annan veginn. Á Torgi hins himneska friðar notar forsetinn tækifærið i viðtali sínu við Keisarann í Kína og hnýtir óorði í ofbeldisþjóðirnar í Evrópu. Og ekki nóg með það hann passar uppá að hæla sjálfum sér fyrir að hafa komið í veg fyrir að Ísland stæði við skuldbindingar sínar. Er þetta ekki okkar maður, frelsarinn sjálfur? Á sama tíma er ungur borgarstóri í Reykjavík að taka á móti sendimanni Keisarans í Kína sem hingað er kominn í nafni frelsis, vináttu og hjálpsemis. Borgarstjórinn rétti sendimanninum bréf þar sem óskað er eftir að rithöfundur, sem situr inni vegna skoðanna sinna, samviskufangi, verði látinn laus. Bogarstjórinn virðist óhræddur virða mannréttindi framar undirlægju. Hvað gerðist? Sendiboði heimsveldisins hvarf á braut, eins og Fagin í Olíver Twist, án þess að kveðja gestgjafa sinn. Ég tek ofan fyrir borgarstjóranum, en er ekki kominn tími fyrir þjóðina að losna við þennan forseta?
Eyjólfur Akrafjall