ESB KOSTAR SITT

Góðan dag.
Það fer lítið fyrir þeirri umræðu í fjölmiðlum varðandi ESB að þeir hafa hækkað hressilega aðildargjöldin og um leið dregið úr endurgreiðslum. Bretar missa 3 milljarða punda sem þeir hafa fengið sl.ár vegna búvörustyrkja en nú telur ESB að jafnvægi hafi verið náð á innri markaði og því séu endurgreiðslur til þeirra lækkaðar og útgjöld Breta aukast sem þessu nemur. Það er nú ekki svo að þetta sé einhver skiptimynt en gætum við sem aðildarþjóð lent hugsanlega í því sama 2020 eða síðar?? Irar vinir okkar skulda þvílíkar fjárhæðir vegna misvitra bankamanna sem virðast hafa verið aldir upp samhliða þeim íslensku og álag á ríkisskuldabréf rjúka nú upp. Þeir eru fastir í Evru og geta því ekkert gert sér til bjargar en skuldin pr.íbúa er um 14 milljónir Evra ef Anglo bankinn verður gjaldþrota.
Þór Gunnlaugsson

Fréttabréf