AFTUR TIL MIÐALDA

Ögmundur, komdu með stuðning við frjálsar handfæra veiðar, þarna gætu orðið til þúsundir starfa, án þess að ríkið leggi til krónu, þetta gæti orðið næsta stóriðja. Það er búið að koma almenningi í sömu spor og á miðöldum, þú mátt ekki róa til fiskjar og fénýta aflann. Á meðan ræna örfáir útvaldir þjóðina lífsbjörginni með því að ryksuga fiskimiðin með verksmiðjuskipum, og skilja miðin eftir í rúst. Það eru 15.000 manneskjur atvinnulausar, þær mega ekki bjarga sér, þó til séu þúsundir smábáta í landinu. Bolfiskaflinn er ca. 300.000 tonn, grátlega lítill afli af auðugustu fiskimiðum heims. Almenningur á að nýta miðin með smábátaútgerð og skapa sér vel launuð og skemmtileg störf, fiskimiðin færu að gefa margfaldan afla, og tugir þúsunda manns sköpuðu sér sín eigin störf.
aagnarsson

Fréttabréf