Fara í efni

ÆTLAR AÐ FYLGJAST MEÐ

Það er einkennilegt þegar menn af vinstri vængnum vilja absólút dæma íslenskan verkalýð til ævarandi þrældóms; 60 stunda vinnuviku og hárra vaxta. Láta svo LÍÚ reka sjávarútveginn þannig að gengisfellingar verði notaðar til að leiðrétta reksturinn þegar búið er að uppfæra bílaflota stjórnenda og húsakost á Íslandi og Florida. Svo hugsar maður til baka og man þá að sá til vinstri einkavæddi ræstinguna á spítölum borgarinnar eins og að drekka vatn. Guðlaugur setti í gang ferli en útboðið klikkaði og þá gat sá vinstri gripið inn í en gerði ekki. Hvað skyldi Dómsmálaráðherra gera varðandi lánafyrirtækin og innheimtuaðfarir þeirra?
Villi

Það er misskilningur hjá þér að einkavæðing ræstinga á spítölum sé ný af nálinni. Hún var boðin út fyrir mörgum árum. Í einhverjum tilvikum hefur tilfærlsa orðið milli fyrirtækja. Það er rétt hjá þér að fróðlegt verður að flygjast með dómsmálaráðherra og gott að vita af þér í velviljuðu aðhaldi - eða þannig.
Kv.
Ögmundur