AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2010
Ég er steinhissa á þér Ögmundur, að þú skulir láta það
viðgangast og samþykkja að leyndarhjúpur megi hvíla yfir framlögum
til stjórnmálaflokka. Af hverju tekurðu ekki upp þá stefnu að banna
alfarið framlög til flokkanna, nema árgjald einstaklinga og framlag
ríkisins.
Sigurður Þórðarson
Lesa meira
Mér þótti gott að sjá viðtalið við þig á mbl.is þar sem þú
sagðir afdráttarlaust að þú vildir að ríkisstjórnin lifði. Reyndar
hef ég aldrei efast um að þú vildir það enda sagðir þú þig úr
ríkisstjórninni fyrir tæpu ári til að bjarga henni frá dauða.
Svo einfalt var það. Það er hárrétt sem þú bentir á í viðtalinu á
mbl.is að lausnin í ESB málinu er lýðræðið. Það er þjóðin sem kemur
til með að ákveða málalyktir. Mér þótti gott hjá Jóni Bjarnasyni að
benda á að samningaviðræðurnar gætu verið að þróast yfir í
aðlögunarviðræður. Það má ekki gerast. Út úr þeim farvegi þarf
málið að fara. Þetta þarf að gerast í ....
Grímur
Lesa meira
Mig hefur lengi grunað að stjórnmálamenn og þeir sem gegna
embættum á vegum ríkis og sveitarfélaga hafi ekki lesið skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis. Ekki er þetta vegna þess, held ég, að
viðkomandi séu öll ólæs, þótt eitthvað kunni að skorta uppá næman
skilningi fyrir samhengi hlutanna. Ég held menn hafi ekki nennt að
lesa, eða þá að skýrslan hafi verið lesin á sama hátt og sagt var
að ungir menn hafi lesið erlendar bókmenntir í skáldverkinu Gunnar
og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson. Þetta segi ég i tilefni þess
að viðskiptaráðherra lét gera enn eitt minnisblaðið, og nú um
skyldu ríkisins til að standa undir innistæðutryggingum TIFs, eins
og hann kallast í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Svo virðist sem augu
nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd, sem þú situr í
Ögmundur, hafi upplokist við lestur minnisblaðsins og efni þess
hafi verið þér og ykkur framandi - að í því séu splúnkunýjar
fréttir. Svo er ekki. Það einasta sem er óvenjulegt varðandi þetta
minnisblað er, að ....
Hafsteinn
Lesa meira
Atlaga ríkisstjórnar að Jóni Bjarnasyni ráðherra sjávarútvegs og
landbúnaðar er til varandi skammar og hann er ekki að fara með
neitt fleipur. Þessi ríkisstjórn lagði úr höfn með bréfið til ESB
vitandi það að 70% þjóðarinnar vill ekkert með það að gera. Þó svo
að Alþingi hafi samþykkt að skoða málið hefði legið beinast við að
bæta inn á kosningalistann við síðustu þjóðaratkvðagreiðslu, ertu
þessu samþykkur eða ekki en því miður var það ekki gert. Því miður
er núverandi verkstjórn á stjórnarheimilunu algjörlega óviðunandi
og ummæli...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Við skulum deila og vera ósammála. En notum ekki orðið einelti
af faglegum ástæðum. Það er ekkert til sem heitir "pólitískt
einelti". Hitt er ljóst að margir hafa deilt á Jón Bjarnason.
Gísli Baldvinsson
Lesa meira
....
Svo mættu þeir sem kunnu ýmsa klæki
og kynntu herrum skúffufyrirtæki,
þeir vildu þagga alla skrílsins skræki.
Þá skefjalausum fortölum var beitt
og loforð fóru útum ríkið allt.
Er aðstoð varla sýndi nokkur granni
þá hjálpin kom frá nískum námumanni
sem náði létt að sneiða framhjá banni,
því orkuríkið virtist flestum falt
og fyrir það hann greiddi ekki neitt.
......
Kristján Hreinsson
Lesa meira
Erfitt er að horfa upp á endalausar árásir og níð
Evrópubandalagssinna og svokallaðra ´jafnaðarmanna´ gegn Jóni
Bjarnasyni fyrir að það eitt að standa eins og maður í lappirnar og
krefjast þess að umsóknin inn í Evrópusambandið verði dregin til
baka. Fáráðsumsóknin var blekking ein um ´viðræður´ sem hafa enga
þýðingu og sótt var um með pólitísku ofbeldi gegn vilja stærri
hluta þjóðarinnar sem vildu fá að kjósa fyrst. Skrýtin eru rök
Evrópusambandssinna, sem halda oft bæði fram að við ...
ElleE
Lesa meira
Hef gaman af jafnvægisleysi í framhaldi af skrifum þínum um
Evrópusambandið og imperialisma, sem auðvelt var að afbaka - en
snerist oft í höndum gagnrýnenda og varð að lokleysu. Þá minntist
ég vísu úr ljóðabálki eftir Steingrím Baldvinsson í Nesi í Aðaldal,
sem birtist í Frjálsri þjóð, 1. árg. 1952, 14. tbl. bls. 3. :
Að leysa sjálfir sína hnúta
sýnist þeim ei nauðsyn rík
er imperíalismans lúta
utanstefnupólitík
kv. a
Lesa meira
Ég sé á http://orkuaudlindir.is/ að
stöðugur straumur er inn á síðuna að undirrita áskorun til varnar
orkuauðlindunum. Mig langar til að þakka Attac samtökunum og
aðstandendum undirskrifatsöfnunarinnar um almannaeign á
orkuauðlindum fyrir framtak sitt á Menningarnótt. Það var gaman að
fylgjast með listafólki "troða upp" fyrir framan gamla
Hegningarhísið og fylgjast með því hve margir virtust vera að
skrifa undir áskorunina. Ég fór þarna þrisvar framhjá og var
...
Sunna Sara
Lesa meira
... Kjósendum á sölusvæði Reykjavíkurveitnanna er ætlað að
rétta af fyrirtækið svo það geti framleitt orku fyrir stóriðju. Ef
þetta er gert að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þarf Jón Gnarr að
segja frá því beint út. Sem sigurvegari kosninganna ber honum að
koma fram og tala við okkur kjósendur. Ekki skjóta öðru fólki fyrir
sig eins og skjöldum. Ikke spille dum. Hækkun orkuveitnanna er ekki
djók, atriði á skemmtikvöldi, eða uppistand. Skemmtimennirnir Gnarr
og Dagur hafa engan rétt á að skemmta sér á minn kostnað. Hver
setti Orkuveituna á hausinn? Ekki var það Davíð!
Jóna Guðrún
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum