AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2010
Í dagblöðum í dag talar þú að AGS sé á móti almennum lausnum á
skuldavanda heimilanna. Þ.e.a.s. að færa niður höfuðstól lána hjá
öllum. En er ekki AGS einmitt að benda á að með slíkum aðgerðum
þurfi ríkið að aðstoða banka og fjármálastofnarnir eina ferða enn
ef að eignir þeirra verða keyrðar niður. Hin leiðin sem AGS bendir
á er ...
Hermundur Sigurðsson
Lesa meira
Áhrif hæstaréttardóms um mynkörfulán Í fjölmiðlum er nær
eingöngu talað um bílalán. Mun stærri hluti þessara lána fór samt í
lán til sjávarútvegsfyrirtækja og til til skuldsettrar yfirtöku
fyrirtækja á markaði. Dæmi eru um að bílar séu veðsettir fyrir allt
að þrefalt markaðsvirði sitt en heimtur á bílalánunum eru líklega
bestar af þessum flokkum. Það er t.d. algerlega borðleggjandi að
það megi afskrifa 70% af gengislánum til yfirtöku fyrirtækja. Að
þessu fratöldu eru áhrif dómsins þau að ...
Sigurður Þórðarson
Lesa meira
...15.000 manneskjur eru án vinnu, það liggur á þessu. Trúðu
mér, það er gott líf að róa á trillu. Það besta að ég trúi, ef
Alþingi gefur frelsi.
Aðalsteinn Agnarsson
Lesa meira
Hverjum hefði dottið það í hug fyrir örfáum mánuðum síðan að
SKJALDBORGIN margumtalaða skyldi slegin utan um úlfagráðug
fjármálafyrirtækin í landinu....Úthrópun samstarfsflokkanna er
algjör. Þeir kenna sig báðir við sósíaldemókratíska hugsýn, en það
skal vera á hreinu að löngu framgengnir forvígismenn þeirrar
hugmyndafræði hafa marg snúið sér við í gröfum sínum, alla vega
rúmaðist hugtakið knésetning öreiganna ekki innan þeirrar
merkingar. Ögmundur, ég vil meina að það dugi ekki að stinga niður
penna, það eru bara kurteis samræðustjórnmál, ég held að þú sért
maðurinn sem munir iðka aðgerðastjórnmál framtíðarinnar. Ef það
reynist ekki rétt þá er ...
Óskar K Guðmundsson, fisksali.
Lesa meira
Mig langar til að vekja athygli þína á þeim eðlismun sem er á
mótmælunum sem efnt var til við Seðlabankann í dag og upphafi
mótmælanna í búsáhaldabyltingunni. Eðlismunurinn kemur fram í þeim
harða tóni sem nú er í andstæðingum fjármálafyrirtækjanna, miklu
harðari tóni. Ég var á Austurvelli haustið 2008 og ég var við
Seðlabankann í dag. Guð hjálpi þeim stjórnvöldum, forystumönnum VG
og Samfylkingar, sem hafa egnt fyrir fólkið gildru með dyggri
aðstoð Alþjóðagjaldseyrissjóðsins sem það verður svo látið lenda í.
Er útilokað að þið almennir þingmenn sem segist styðja
ríkisstjórnina látið sverfa til stáls, standið með fólki en ekki
fjármálafyrirtækjum, og setið ...
Jóna Guðrún
Lesa meira
"AGS hafði ekki haft hönd í bagga þegar Seðlabanki og
Fjármálaeftirlitið ákváðu að gefa út tímabundin tilmæli um það við
hvaða vexti skuli miða við útreikning á gengistryggðum lánum.
"Þetta er hlutverk stofnananna. Við vissum ekki hvað þær ætluðu að
gera og sáum tilmælin í fjölmiðlum eins og aðrir," segir Franek
Rozwadowski." (Fréttablaðið 3. júlí 2010). "Við höfum auðvitað
skýrt stjórnvöldum frá okkar ákvörðun, við höfum rætt þetta
ítarlega við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gerum ráð fyrir að hann
muni styðja þessa ákvörðun." (Arnór Sighvatsson,
aðstoðarseðlabankastjóri í hádegisfréttum útvarpsins 1. júlí 2010
...
Hafsteinn
Lesa meira
Af hverju tjáir Ögmundur sig ekkert um nýfallin hæstaréttardóm
og "tilmæli" seðlabanka ( Ríkisstjórnar)? Af hverju ver engin
lánþega í Ríkisstjórn Íslands?...
Björg F. Elíasdóttir
Lesa meira
...Það er raunar einkennilegt að gæslumennirnir skuli ekki hafa
séð ástæðu til þess, þegar horft er til efnahagsstöðugleikans, að
gera athugasemdir við það þegar 16 milljarðar voru settir í Sjóvá,
þegar 26 milljarðar voru settir í Verðbréfastofuna, og þegar 15
milljarðar runnu til Saga Capital, allt á takk bærilegri vöxtum en
gæslumenn efnahagsstöðugleikans telja sanngjarnt að heimilin greiði
nú af hinum ólöglegu lánum. Þeir Gunnar og Már taka með
tilmælum sínum starfstengda áhættu sem væri talin talsverð ef þeir
hefðu ekki tryggingu fyrir því að vera í skjóli framkvæmdavaldsins
fram yfir haustmánuði. Þeir keppast enda við að undirstrika að þeir
hafi tekið "sjálfstæða ákvörðun". Þeir tönnluðust á þessu í
gær og þetta sagði Gunnar Andersen í ágætum útvarpsþætti á
Bylgjunni í morgun, "þetta er...
Ólína
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum