AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2010
Íslensku bankarnir grófu sér sína eigin gröf og margra
viðskiptavina sinna og urðu gjaldþrota. Nýju bönkunum stjórna þó
enn margir þeirra sem í þeim eldri sátu og flestir starfsmanna eru
úr gömlu bönkunum. Þar ríkir því miður enn sami hrokinn og áður
gagnvart þeim sem standa illa. Þar er veifað framan í menn keyptum
upplýsingum frá skítafyrirtækjum eins og Lánstrausti og
sagt...Hvernig væri nú að Lánstraust tæki saman afrekaskrá fyrir
almenning um rekstur bankanna á síðustu árum og þar yrðu tíunduð
nöfn stjórnenda og starfsmanna sem sátu í þeim fyrir þrot og eftir
þrot? Hvers vegna ættum við að eiga viðskipti við þetta fólk? Ekki
virðist það hafa ...
Jóhann G. Frímann
Lesa meira
Ögmundur, hvenær ætlar restin að þinghópi VG sem varð fyrir SMS
skilaboðunum og öðrum hótunum í aðdraganda ESB atkvæðagreiðslunnar
að vakna og gangast við þeim? Er ekki komin tími til að talað sé
tæpitungulaust um þessi mál og að menn hætti að meðhöndla þetta mál
sem eitthvað tabú sem ekki má ræða opinskátt, er undirlægju
hátturinn við Samfylkinguna svo mikill að þingmenn VG skríði í
felur þegar þetta er rætt opinberlega og þegja þunnu hljóði í stað
þess að gangast við málinu. Í stað þess koma ...
Rafn Gíslason
Lesa meira
Það verður spennandi að fylgjast með hvort Steingrímur J
Sigfússon, Jón Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir og
Álfheiður Ingadóttir skrá sig með þeim sem vilja halda
orkuauðlindunum í eigu þjóðarinnar. Ég efast ekki um Svandísi
Svavarsdóttur. Hún er búin að tjá sig. Spurning með Svavar. Ef til
vill óþægilegt fyrir Breta og Hollendinga. En Össur "Eitt Kína" mun
sjálfsagt vera upptekinn á ferðalögum við að útvega
verkfræðistofunni Mannviti verkefni í Sómalíu. Fyrir Kínverjana sem
eru að eigna sér auðlindir í Afríku.
Hreinn K.
Lesa meira
...En það sem gleður mann mest og það sem mikilvægast er, er að
hann gefur út frjálsar rækjuveiðar. Rækjukvóti hefur á undanförnum
árum verið notaður sem skiptimynt fyrir aðrar tegundir, eða s.s.
þorskígildi. Ég vil hér með nota þennan samskiptavef þinn Ögmundur
sem er bæði vinsæll og mikið er vitnað í til að koma fram þakklæti
til Jóns Bjarnasonar sem sýnir með úthlutun kvóta fyrir árið 2011
að vilji hans er mikill til að breyta núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi til sanngjarnari og betri háttar....
Ágúst
Lesa meira
...Þessar spurningar vakna í kjölfar fréttar um að Björn Valur
þingmaður VG teldi að ekki væru til peningar hjá ríkinu fyrir
orkuveri. Er það virkilega svo að við eigum ekki aura fyrir
undirstöðu atvinnuvegum okkar. Ég minnist ekki að blankheitum hafi
verið borið við þegar mokað var fé í tryggingafélagið Sjóvá. Ef við
höfum ekki efni á því sem við byggjum afkomu okkar á, hver er þá
framtíðarsýn þingmannsins og annarra þingmanna VG? Varla
Evrópusambandið eða hvað? Að lokum, er ekki...
Húsmóðir í austurbænum
Lesa meira
Fyrir alllöngu síðan fannst mér að sökum ýmissa afleikja
ríkisstjórnarinnar væri fokið í svokölluð flest skjól. Með
ótrúlegum klókindum hefur stjórninni þó tekist að skríða inní
nokkur slík kennd við skálka. Þar er þó ekki hægt að hírast lengi
enda efniviður slíkra skjóla ótraustur sakir fúinna haldreipa.
Aftansöngur ríkisstjórnarinnar er hafinn það er held ég flestum sem
eitthvað eru læsir á stöðuna nokkuð ljóst. Þar sem mörgum þykir
gott að hlusta á aftansöng, ber þeim þó saman um að hann megi ekki
vera of langur. Þess vegna kalla ég eftir ábyrgum og öflugum aðilum
til að hefja viðskilnaðarferlið. Ég ætlast til að þú Ögmundur
verðir þar stafnvörður. Ég ætlast til að ...
Óskar K Guðmundsson fisksali.
Lesa meira
Þorleifur Gunnlaugsson skrifaði: "Ráðherra í vinstri stjórn sem
ekki nýtir sér lagaákvæði sem þetta til að verja landið fyrir
ágangi alþjóðlegra fjármagnseigenda sem í engu munu gæta hagsmuna
landsmanna, hlýtur að þurfa að hugsa sinn gang. Sama gildir um
ríkisstjórnina alla enda hún öll ábyrg fyrir því hvernig komið er.
Ríkisstjórn sem ekki grípur inn í þennan feril á afgerandi hátt
þannig að HS orka komist aftur í almannaeigu er ekki að gæta
almannahagsmuna." Og ég er honum algerlega sammála. Stærsta
vandamál okkar er að núverandi ...
ElleE
Lesa meira
Ríkisútvarpið, sem þú verð langt út fyrir hið óendalega, kemur
þrátt fyrir allt ennþá á óvart. Í morgun heyrði ég tvo snillinga
setja á dagskrá hugaróra lagastúdents úr Háskólanum. Aflaði mér
upplýsinga um manneskjuna í dag og mér er sagt að hún sé innundir
hjá Samfylkingunni og tengist henni meira en margur annar.
Snillingarnir, umsjónarmennirnir á Rás 2, ræddu við
samfylkingarkonuna um yfirvofandi klofning í VG og kosningar í
haust. Kostulegt var að fylgjast með útleggingunum og spurningafæð
umsjónarmannanna. Engu var líkara en hér væri kominn grínari, sem
ætti sér þann draum heitastan, að verða á landsvísu það sem
leiðtogi Besta flokksins er í Reykjavík. Makalaus umfjöllun. Þetta
er eins og mæta í útvarp allra landsmanna og segjast hafa heyrt að
Samfylkingin sé að klofna. Annars vegar séu ...
Jóna Guðrún
Lesa meira
..Þessi stjórn lafir á þeirri ógn einni að íhaldið taki við fari
hún frá. Stuðningsmenn hennar hafa þverrandi trú á verkum hennar
heldur byggir stuðningurinn á óttanum við sameiginlegan óvin.
Ráðleysið í þessu gengistryggingarmáli er ekki úrslitamál heldur
einn naglinn til viðbótar í kistuna. Þessi stjórn er ekki á vetur
setjandi og trúlega veit hver einasti kjósandi það í hjarta sínu.
Það sem meira er, þá tel ég að æ fleiri séu orðnir leiðir
á að láta þennan óttaáróður stjórna bæði tilfinningalífi sínu og
stjórnmálaskoðunum og hætta að ríghalda sér í stjórnfyrirkomulag
sem ræður aðeins við það eina verkefni að...
Árni V.
Lesa meira
...Ég er að vinna hjá Ístaki á Grænlandi. Hér hafa verið og
verða á næstu árum miklar framkvæmdir sem við höfum tekið þátt í og
verðum sennilega þátttakendur í framtíðinni. Þetta er eitt af því
sem gerist þegar heimurinn minnkar og fólk fer að hreyfa sig í
áttina þar sem vinnu er að fá. Mundu bara eitt. Mest fátækt er þar
sem fólk hefur hreiðrað um sig og vill ekki vegna átthagafjötra
ýmissa fara til að leita af gæfunni. Við sjáum dæmi um hið
gagnstæða í USA. Evrópusambandið er öðrum þræði ætla til að hrista
uppí vinnumarkaði sem vill helst vera staður og óhreyfanlegur. Það
er ekki svarið fyrir komandi kynslóðir...
Ágúst Ingi
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum