AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2010
...Fyrir ekki löngu, nánar tiltekið fyrir tíu dögum, velti ég
því fyrir mér hvort félagsmálaráðherrann og Samfylkingin væri að
klofna í hugsjónamenn og hagsmunamenn. Í síðari hópnum væru til
dæmis menn sem vildu gera Yngva Örn Kristinsson að forstjóra
Húsnæðisstofnunar, Runólf Ágústsson að umboðsmanni skuldara og
fyrrum stjórnarmann í FME og Seðlabanka að nýjum viðskiptaráðherra.
Þetta er nú byrjað að ganga upp. Umboðsmaður skuldara er fundinn.
Hann fannst í ...
Jóna Guðrún
Lesa meira
...Jón Þórisson bendir á að Magma braskarinn eigi að fá
kaupverðið að mestu að láni hjá íslensku bönkunum í formi kúluláns
með einungis 1,5% vöxtum. Verður það til þess að bæta hag þeirra?
Til samanburðar hefur verið rætt um að við getum ekki vænst lægri
vaxta en 5,5% vegna óreiðu Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum við
að koma í veg fyrir að Icesave vitleysan hefði komið okkur í þann
bobba sem kunnungt er og er sú deila enn galopin og ekki verið
tekin nein ákvörðun um það. Orkulindir landsmanna hafa verið
...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Lesa meira
Ég verð að játa það að athugasemd Hafsteins um Álfheiði er mjög
áleitin, vægast sagt. Hitt sem ég vildi nefna er að mín upplifun er
að komið er að vissum þáttaskilum í tilvist Vinstri Grænna. Ef Vg
setur sig ekki eindregið á móti Magma málinu hefur pólitískur
grundvöllur Vg brostið. Ályktanir duga ekki heldur verk. Magma
málið sker línu í sandinn hverjir skilja og vilja vera Íslendingar
fyrir Íslendinga.
Gunnar Skúli Ármannsson
Lesa meira
Ljóst er að okkar nýi atvinnumálaráðherra verðandi, Jón
Bjarnason, hefur enn einu sinni sýnt að hann stjórnast ekki af
fyrirfram forritaðri hugmyndafræði og vangaveltum framlagðri af
lénsherrum sem ekki kæra sig um uppskiptingu valdsins. Það var jú í
uppleggi samstarfsflokksins að uppræta eða innkalla kvótann í
áföngum, ef þessi ráðstöfun mála hjá Jóni sýnist mönnum birtast sem
innköllun, þá hlýtur það að vera samstarfsflokknum þóknanlegt. Ég
ætla svo bara rétt í lokin að vona að Jón sé ekki í
útskiptihugmyndum flokksins til framtíðar, það teldi ég bera vott
um að verri hagsmunum væri þjónað. Ég ítreka það síðan, að sá
flokkur sem lýsir yfir afturköllun á aðildarumsókninni...
Kv. Óskar K Guðmundsson fisksali.
Lesa meira
...Vinstri grænir gagnrýndu á sínum tíma að Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir skyldi, í ljósi stórskuldugs eiginmanns, taka þátt í
umræðum bak við luktar dyr um efnahagsviðbrögð í kreppu og ...Getur
verið að eiginkona lögmanns Lýsingar sitji alla fundi ríkisstjórnar
þar sem menn leggja á ráðin í myntkörfumálinu, með og án Seðlabanka
og Fjármálaeftirlits? Samfylkingarfugl hvíslaði þessu að mér og var
mikið niðri fyrir þótt ekki fari ég útí það sem hún sagði um þetta
að sinni...
Hafsteinn
Lesa meira
...Allan þennan tíma hef ég talað fyrir þunnum eyrum á vettvangi
atvinnulífsins er ég hef sagt frá þeirri skoðun minni að greiðslur
launamanna í lífeyrissjóði væru hreinar skattagreiðslur, enda
lögbundnar ...Það er enginn vafi á því, að það væri mikið
hagkvæmara fyrir launamenn að í landinu væri einn lífeyrissjóður í
vörslu t.d. tryggingastofnunar og allir landsmenn greiddu í hann
með sínum tekjusköttum. Bara það, að ef ríkissjóður fengi
tekjuskattstekjur af þessum 16% er það eitt og sér gríðarlega há
upphæð og væntanlega myndu skattahækkanir vegna þessa fyrirkomulags
vera mun lægri en greiðslur launamanna eru nú í þessa
spillingarhýt.
Launamenn báðu ekki um lífeyrisjóðakerfi á 7. áratugnum, þeir
kröfðust eftirlaunakerfis og það er ...
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
... Ykkar ... allra ... er sektin! Þannig verður "tæranníið" til
í valdakerfinu ... þegar hinir opinberu á ríkis-verð-tryggðum
launum og lífeyri í stíl ... aðhafast ekkert ... bara þegja þunnu
hljóði eða mala svona pínulítið til okkar sem lepjum dauðann úr
skel ykkar. Spurning 2, 3, 4, 5: Er nú ekki lag að reka af sér
slyðruorðið Ögmundur? Eða passar það ekki opinberum starfsmanni að
hræra of mikið upp í rjómaskálinni? Kallast það til vinstri í dag?
Kannski grænt í myglu rjómans?
Pétur Örn Björnsson
Lesa meira
...Björgólfur Thor hefur náð samningum um lendingu 1200
milljarða og ætlar að efna þá á næstu fimm árum. Þetta þýðir að á
hverjum mánuði þarf hann að reiða fram kr 20 milljarða og hefur þá
ekki verið tekið tillit til vaxtafærslna, en með varúðarfærslu eru
þeir aldrei undir 2,25 prósent sem gera rúma 5 milljarða á ári.
Björgólfur er stórhuga maður og hefur margoft sýnt það í viðskiptum
sínum, eins og með actavis, play, ccp og nú síðast gagnaver verne
holdings, allt eru þetta fyrirtæki sem eru með hvað hæsta framlegð
hvert á sínum vetvangi. Hins vegar stingur það mann í augu þegar sú
staðreynd er viðblasandi að ...
Óskar K Guðmundsson fisksali
Lesa meira
...Ég held því fram að öll þjóðin beri ábyrgð á gjaldþroti
Íslands, bæði lýðræðislega ábyrgð og einnig þá ábyrgð sem fólst í
því að njóta mikils kaupmáttar. Það er komið að skuldadögum ...Við
féllum á fyrsta prófinu með því að neita að standa við
skuldbindingar okkar í Icesave-málinu, en þar á forseti Íslands
meiri sök en aðrir. Við verðskuldum víst svona forsetafígúru. ...Þó
ríkisstjórnin hafi ekki komið mikilvægasta málinu í endurreisn
Íslands í gegn, Icesave, hefur hún gert margar réttarbætur sem
hefðu verið óhugsandi með Framsókn eða Sjálfstæðisflokki við
stjórnarvölinn, eins og t.d. lögin sem heimila kyrrsetningu eigna.
Ábyrgð öfgahópsins innan VG, sem ekki greinir á milli auka- og
aðalatriða, verður því nokkur þegar hann fellir
ríkisstjórnina...
Pétur
Lesa meira
Matsfyrirtækið FITCH hefur áhyggjur af íslenska fjármálakerfinu,
eða þeim sem eiga kröfur á hina föllnu banka eftir að hafa lánað
þeim ótæpilega í nokkur ár. Ekkert undarlegt við þessa afstöðu, og
ekkert undarlegt við ríkisútvarpið sem tók viðskiptaráðherrann tali
vegna þessa. Yfirgangur ráðherra er slíkur, að sá sem ber ábyrgð á
honum í ríkisstjórn, þarf alvarlega að fara að hugsa sinn gang. Í
dag var viðskiptaráðherra spurður um FITCH drengina. Látum ráðherra
tala um dómskerfið og FITCH: "Það kemur nú svo sem ekki á óvart að
matsfyrirtækin skuli hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er
upp. Auðvitað er þessi óvissa um það hvernig verður farið með öll
þessi myntkörfulán á endanum mjög óþægileg." (Hádegifréttir RÚV
19.07 2010) Síðan er sagt frá því að ...
Ólína
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum