VERÐUM EKKI EINSOG SOVÉT!
Sæll Ögmundur.
Fyrir nokkrum árum sendi ég þér smá póst um mál sem voru mér
ofarlega í huga. Þú brást vel við og svaraðir fljótlega. Nú erum
við að upplifa þessa tíma sem ég var svo hræddur um að læddust að
okkur án þess að við yrðum þess vör. Mikið vatn hefur runnið
óbeislað til sjávar síðan og gengi Ikr hefur ekki verið beisið. Nú
ætla ég að beina athygli þinni í aðra átt.
Ég er að vinna hjá Ístaki á Grænlandi. Hér hafa verið og verða á
næstu árum miklar framkvæmdir sem við höfum tekið þátt í og verðum
sennilega þátttakendur í framtíðinni. Þetta er eitt af því sem
gerist þegar heimurinn minnkar og fólk fer að hreyfa sig í áttina
þar sem vinnu er að fá. Mundu bara eitt. Mest fátækt er þar sem
fólk hefur hreiðrað um sig og vill ekki vegna átthagafjötra ýmissa
fara til að leita af gæfunni. Við sjáum dæmi um hið gagnstæða í
USA. Evrópusambandið er öðrum þræði ætla til að hrista uppí
vinnumarkaði sem vill helst vera staður og óhreyfanlegur. Það er
ekki svarið fyrir komandi kynslóðir. Gerum ekki eins og Sovét vinir
okkar, þar var dæmið orðið annsi rotið áður en það hrundi.
Kær kveðja,
Ágúst Ingi