UM ÞÁ SEM SKULDA OG ÞÁ SEM BORGA

Sæll Ögmundur.
Í dagblöðum í dag talar þú að AGS sé á móti almennum lausnum á skuldavanda heimilanna. Þ.e.a.s. að færa niður höfuðstól lána hjá öllum. En er ekki AGS einmitt að benda á að með slíkum aðgerðum þurfi ríkið að aðstoða banka og fjármálastofnarnir eina ferða enn ef að eignir þeirra verða keyrðar niður. Hin leiðin sem AGS bendir á er skuldaaðlögun, þ.e. þeir sem geta ekki greidd fá úrræði. Afhverju ætti fólk sem tók ekki lán eða tók ekki þátt í þessu sukki að þurfa að greiða fyrir almennar höfuðstólslækkarnir með skattpeningum? Er ekki skynsamlegra að þeir sem geta greitt greiði fyrir lánin sín og þeir sem eru í vandræðum fái greiðsluúrræði?
Kv.
Hermundur Sigurðsson

Sæll og þakka þér fyrir bréfið. Hægt er að líta á þetta frá öðrum sjónarhóli og spyrja hve mikið hafi verið oftekið af lántakendum fyrir tilstilli verðtryggingar og hárra vaxta á meðn kaupmáttur hrapaði. Það er áhyggjuefni ef stór hluti þjóðarinnar verður út ævina að greiða á kjörum sem urðu til vegna forsendubrests - jafnvel þótt viðkomandi heimili ráði við það - en sleppi þá öllu sem heitir að veita sér eitthvað umfram naðuþurftir.
Hitt er alveg rétt hjá þér - og þar er ég þér sammála - að þetta er flókið spil. Miklar ívilnanir geta komið í bakið á skattgreiðendum vegna eignarhluta ríkisins í bönkum, vegna Íbúðalánasjóðs eða annarra þátta. Þingnefndir hafa unnið að því í vor að fá bankana til að svara til um hvert svigrúm þeirra í raun er til almennrar niðurfærslu. 
Þeir eru á hinni sértæku braut eins og AGS. Nú má vel vera að það verði niðurstaðan og rangt að gefa falsvonir. Ég hef hins vegar frá upphafi hrunsins saknað markvissrar könnunarvinnu um þessi brýnu hagsmunamál skuldugra heimila og fyrirtækja.
Kv. Ögmundur

Fréttabréf