STJÓRNIN AÐ BREGÐAST

Kæri Ögmundur....

Ég er fullkomlega sammála þér þegar þú segir að staða Magma á Íslandi sé byggð á skúffufyrirtæki og loddaraskap og að það eigi að stöðva kaup þess á HS Orku, og banna því starfsemi á Íslandi! 
Ég er sammála Svandísi Svavarsdóttur um að ólöglegur loddaraskapurinn nái langt inní ríkisstjórn Íslands!
Ég er sammála Atla Gíslasyni að VG hafi brugðist skyldum sínum í ríkisstjórn gagnvart Magma! Ásamt á fjölda öðrum sviðum!
Ég er sammála Björk Sigurgeirsdóttur að það eigi að banna eign og starfssemi Magma Energy á Íslandi þar sem það er byggt á svikum og farið sé á svig við íslensk lög! 
Ég virði viðleitni Margrétar Tryggvadóttur að vilja leita til eftirlitsstofnunar EFTA þar sem lög og reglur þeirra hafa verið brotnar með skúffufyrirtæki Magma í Svíþjóð, en ég er einart á móti verunni í EES og vil að við Íslendingar göngum úr því!  Ég tel yfirgnæfandi nægilegt að styðjast við íslensk lög og hagsmuni íslensku þjóðarinnar!
Ég tel að það verði að draga alla þá meintu glæpamenn ríkisstjórnarinnar sem ráðlögðu Magma að fara á svig við íslensk lög og grundvallarhagsmuni íslensku þjóðarinnar til að eignast orkufyrirtæki á Íslandi!  Hér er um að ræða mikið meiri glæp en beint athæfi Magma, sem hagar sér einfaldlega samkvæmt lögmálum annarra alþjóða auðfyrirtækja við arðrán náttúruauðæfa í þrælspiltum þriðjaheims löndum!
Ég er mjög hneigður að þjóðaratkvæðagreiðslum í mikilvægum og tvísýnum málum, en tel hér ekki vera tvísýnt mál. Hér er einfaldlega um að ræða loddaraskap og afglöp stjórnvalda þar sem Steingrímur J. er í fararbroddi, sem varða íslenska grundvallar hagsmuni og íslensk lög.
Ég endurtek þó, að ég tel bráðnauðsynlegt að þeir stjórnmálamenn og aðstoðarmenn þeirra sem hafa staðið að þessu með undirferli og loddaraskap, verði kærðir og dregnir fyrir dómstóla!
Þeir sem ég sé fyrir mér að séu meintir glæpamenn ef ekki landráðamenn, er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt viðkomandi iðnaðarráðherra, og allt aðstoðarfólk (ráðgjafar) viðvíkjandi þessu!
Ögmundur, þetta er svo alvarlegt mála að ég get ekki ímyndað mér annað en að núverandi ríkisstjórn falli!!!  Annað mundi lýsa okkur óbetrumbætandi aula!
Bestu kveðjur,
Helgi 

Fréttabréf