SPENNANDI VIKA
Það verður spennandi að fylgjast með hvort Steingrímur J
Sigfússon, Jón Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir og
Álfheiður Ingadóttir skrá sig með þeim sem vilja halda
orkuauðlindunum í eigu þjóðarinnar. Ég efast ekki um Svandísi
Svavarsdóttur. Hún er búin að tjá sig. Spurning með Svavar. Ef til
vill óþægilegt fyrir Breta og Hollendinga. En Össur "Eitt Kína" mun
sjálfsagt vera upptekinn á ferðalögum við að útvega
verkfræðistofunni Mannviti verkefni í Sómalíu. Fyrir Kínverjana sem
eru að eigna sér auðlindir í Afríku.
Hreinn K.