Fara í efni

SITUR HÚN FUNDINA?

Sæll Ögmundur.
Vinstri grænir gagnrýndu á sínum tíma að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skyldi, í ljósi stórskuldugs eiginmanns, taka þátt í umræðum bak við luktar dyr um efnahagsviðbrögð í kreppu og fyrirætlanir ríkisstjórnar. Getur verið að eiginkona lögmanns Lýsingar sitji alla fundi ríkisstjórnar þar sem menn leggja á ráðin í myntkörfumálinu, með og án Seðlabanka og Fjármálaeftirlits? Samfylkingarfugl hvíslaði þessu að mér og var mikið niðri fyrir þótt ekki fari ég útí það sem hún sagði um þetta að sinni.
Baráttukveðja
Hafsteinn