SAMFYLKINGIN AÐ KLOFNA?
Sæll Ögmundur.
Ríkisútvarpið, sem þú verð langt út fyrir hið óendalega, kemur
þrátt fyrir allt ennþá á óvart. Í morgun heyrði ég tvo snillinga
setja á dagskrá hugaróra lagastúdents úr Háskólanum. Aflaði mér
upplýsinga um manneskjuna í dag og mér er sagt að hún sé innundir
hjá Samfylkingunni og tengist henni meira en margur annar.
Snillingarnir, umsjónarmennirnir á Rás 2, ræddu við
samfylkingarkonuna um yfirvofandi klofning í VG og kosningar í
haust. Kostulegt var að fylgjast með útleggingunum og spurningafæð
umsjónarmannanna. Engu var líkara en hér væri kominn grínari, sem
ætti sér þann draum heitastan, að verða á landsvísu það sem
leiðtogi Besta flokksins er í Reykjavík. Makalaus umfjöllun. Þetta
er eins og mæta í útvarp allra landsmanna og segjast hafa heyrt að
Samfylkingin sé að klofna. Annars vegar séu ESB-sinnar og hins
vegar hópur, sem hefur á stefnuskrá sinni, að gera Yngva Örn
Kristinsson að forstjóra Íbúðalánasjóðs, Runólf Ólafsson að
Umboðsmanni skuldara og fyrrum stjórnarmann í FME og Seðlabanka að
nýjum viðskiptaráðherra. Framganga RÚV kemur á óvart, hryggilega á
óvart.
Kv.
Jóna Guðrún