ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ SLKRÍÐA Í FELUR?

Ögmundur, hvenær ætlar restin að þinghópi VG sem varð fyrir SMS skilaboðunum og öðrum hótunum í aðdraganda ESB atkvæðagreiðslunnar að vakna og gangast við þeim? Er ekki komin tími til að talað sé tæpitungulaust um þessi mál og að menn hætti að meðhöndla þetta mál sem eitthvað tabú sem ekki má ræða opinskátt, er undirlægju hátturinn við Samfylkinguna svo mikill að þingmenn VG skríði í felur þegar þetta er rætt opinberlega og þegja þunnu hljóði í stað þess að gangast við málinu.
Í stað þess koma fulltrúar flokks flokksforustunnar fram og neita öllu, hvernig getið þið setið undir þessu þegjandi. Ögmundur bæði þú og aðrir þingmenn VG vitið vel að Ásmundur er ekki að fara hér með rangt mál og er það virkilega ætlun ykkar að bjóða okkur sem erum ESB andstæðingar í VG að trúa því að þið þingmenn séu slíkir heiglar að þið þorið ekki að taka stríðið með honum? Þessi vinubrögð verða að koma upp á yfirborðið og verður að ræða þetta opinskátt, þetta er ekkert einkamál ykkar þingmanna. Sýnið nú dug og kjark til að taka þessa umræðu eitt skipti fyrir öll annars er hætta á því að við ESB andstæðingar innan flokksins snúum endanlega bökum við ykkur og VG, og það fyrir fullt og allt.
Kveðja,
Rafn Gíslason

Þakka þér bréfið Rafn. Mér finnst eðlilegt að þau sem urðu fyrir þrýstinig vegna ESB atkvæðagreiðslunnar  á þingi tjái sig um það. Varla er hægt að gera kröfur til okkar hinna að við gerum grein fyrir málinu. Ég hef aldrei efast um að Ásmundur Einar fari með rétt mál - enda veit ég að hann geirir það - og aldrei látið annað í veðri vaka.
Kv.,
Ögmundur 

Fréttabréf