AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2010
Þú segir í pistli þínum um vatnið og atkvæðagreiðsluna hjá SÞ að
auðhringurinn Bechtel hafi jafnvel viljað meina fólki að nýta sér
rigningarvatn í Bólívíu og segist hafa fjallað um það hér á
heimasíðu þinni. Legg til að þú látir slóðir fylgja. Ég leitaði og
fann þessa: http://ogmundur.is/annad/nr/3239/.
Ég sé að á eyjunni (eftir ágæta umfjöllun þar) og víðar bloggar
fólk um þessi skrif þín og setur í samband við meinta
stjórnarandstöðu. Við sem höfum fylgst með þessari síðu og skrifum
þínum annars staðar um þetta og tengd málefni í mörg ár ef ekki
áratugi, hlæjum að slíku rugli. Það gera líka reyndar ...
Grímur
Lesa meira
Hvernig stendur á því Ögmundur að þú spyrð svona einkennilegra
spurninga á síðunni þinni - sem er væntanlega hugsuð almenningi til
aflestrar. Hvað er einkennilegt við spurninguna þína - "Hvers vegna
stóð Ísland ekki með mannréttindum" og er um hvers vegna Ísland sat
hjá við afgreiðsu vatnsréttindanna hjá SÞ. Jú, þú hefur beinan
aðgang að bæði mannréttindaráðherra (Jóhönnu held ég) og
utanríkisráðherra (Össur) og getur spurt þau beint og krafist svars
án málalenginga eða útúrsnúninga! Við alm. lesendur þínir höfum
ekki þennan kost. Það væri reyndar fróðlegt að fá að vita
....
Ragnar Eiríksson
Lesa meira
... Það er mjög einkennilegt að vilja ekki styðja tillögu
Sameinuðu þjóðanna um að flokka réttinn til vatns sem mannréttindi.
Heldur skipar ríkisstjórnin sér í flokk með hægri stjórnunum í
Danmörku, Svíþjóð og Englandi sem vilja braska og gera drykkjarvatn
að söluvöru. Sú afsökun sem gefin er út í fjölmiðlum er
óskiljanleg. VG skuldar kjósendum sínum skýringu.
Pétur
Lesa meira
...Þá finnst mér auglýsingar skemmtannaliðsins í Vestmannaeyjum
ganga út fyrir allann þjófabálk. Sínu verst er sú auglýsingin þar
sem þingmaðurinn öskrar djamm, inn í tjaldið hjá tveim drengjum.
Annar virðist svag fyrir drykkjulátunum. Hinn er klæddur í
skátabúning og virðist ekki hafa áhuga á drykkjulátunum. Þeir sem
bera ábyrgð á auglýsingunni leyfa sér í þessari auglýsingu að gera
grín að unglingnum sem ekki vill drekka áfengi og skemmta sér með
drykkjulátum. Þetta er ótrúleg ósvífni. Ríkisfjölmiðillinn lætur
ekki sitt eftir liggja varðandi ...
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
...Rétt að vekja athygli á þessari framsetningu nú þegar fámennt
íslenskt samfélag gæti staðið frammi fyrir því að rakna upp með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er ekki bara að þetta sé
grundvöllurinn sem gerir okkur fær um að takast á við sjálf okkur
og heiminn, þetta er útgangspunktur þess sem vill reisa hér
velferðarsamfélag, til dæmis norrænt. Það er freistandi að lesa
grein Styrmis og skilja, sem hugmyndafræðilega endurskoðun eða
byrjun á uppgjöri, sem ætti að leiða til tímabærs uppgjörs í
flokkakerfinu, ekki ólíkt því sem verður að verða í siðferði
atvinnulífsins. Eða hvað finnst þér Ögmundur?
Kveðja,
Ólína
Lesa meira
..Mér fannst greinin þín GUÐLAST lýsa EES vitleysunni vel...Við
ættum að losa okkur út úr EES samningnum og ALLS EKKI ganga í
Evrópumiðstýringarofríkið og ALLS EKKI borga 1 eyri úr ríkissjóði
fyrir Icesave-nauðungina. Icesave er skuld Björgólfs Thors og
Landsbankans og kemur EU eða bresku og hollensku ríkisstjórnunum
eða íslenska ríkissjóðinum ekki við. Og skömm að þeim
Alþingismönnum sem hylma yfir og þagna. Og ekki síst öllum þeim sem
kusu JÁ með Icesave. Voðalegt var að lesa skrif Péturs í færslu sem
þú kallar EÐLISLÆG PERSÓNURÖSKUN? Veit maðurinn ekkert um ofríki
EU? Veit hann ekkert um ólögmæti Icesave?
ElleE
Lesa meira
Hlutabréf í Magma Energy á hlutabréfamarkaðnum í Toronto hafa
hækkað í vikunni. Eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar og
loforðin um að "vinda ofan af einkavæðingunni", hækkuðu bréfin
skarpt eða um 2%. Það er skoðun markaðarins á loforðum ...
Hreinn K
Lesa meira
...Doði virðist hafa runnið á hjartlæga aðgerðarsinna. Það lítur
út fyrir að menn sjái ekki fyrir sér að hægt sé að snúa við þeirri
hörmung sem við blasir, afsal hluta æðakerfis úr skjaldarmerki
þjóðarinnar. Hverjar eru nú varnirnar. Goð í suðri fallið. Ég hef
nú reyndar ekki talið að heppilegt að íslenzkir rekstrarmenn ættu
að koma þar að og því í góðu lagi að semja við erlenda
rekstrarstjóra, en fulltrúar okkar í samninganefnd verða þó að vera
með réttu ráði þegar slíkir samningar eru gerðir. Aukinheldur vil
ég benda á að dagurinn í dag 27 júlí mun talinn sorgardagur í hugum
þorra fólks hér á landi enda upphaf spyrðingaráætlanna við ESB
hafið. Vonandi tekst ...
Óskar K Guðmundsson, fisksali
Lesa meira
...Ég bið þig að koma eftirfarandi á framfæri hér á síðunni
gagnvart Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra: Loks er kominn
fram sjávarútvegsráðherra sem þorir að framkvæma. Framganga
ráðherrans í kvótamálunum er til mikils sóma og jafnvel þó
aðeins sé nartað í litlu tánna enn sem komið er, þá finnur risinn
til. Vona að JB fái vinnufrið og hafir orku og vilja til
áframhaldsins.
Bestu kveðjur,
Egill
Lesa meira
...Afstaða öfgahópsins innan VG er síður en svo til að standa
vörð um hagsmuni fátæks fólks á Íslandi. Það fer lítið fyrir
efnislegri umræðu hjá þessu fólki og andstaða þess við menn og
málefni virðist fremur eiga rætur í eðlislægri persónuröskun og
athyglissýki frekar en trú á að það sé að vinna fátækum gott. Ef
félagshyggjufólk leyfir sér að gagnrýna þennan hóp er því svarað
með orðum eins og "síðsovésk viðhorf". Er það efnisleg umræða?
Þessi hópur hefur haldið ríkisstjórninni í gíslingu og haldið aftur
af efnahagslegum úrbótum og þar með dregið verulega úr þjónustu við
fátækt fólk. Ég nefni afstöðu þess til Icesave málsins, ESB, sem
það ...
Pétur
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum