Fara í efni

UM HAGFRÆÐINGA OG FRÆÐIMENN TANNLÆKNA-DEILDAR

Ekki finnst mér skrýtið að hinar merku fræðigreinar háskólasamfélagsins útheimti há laun að þeim fulllærðum. Nú síðast sá ég hvar tveir merkir fræðimenn, eflaust hagfræðingar gátu túlkað menntun sína ansi rúmt í báðar áttir. Annar sem er erlendur að uppruna fullyrðir að samfélag vort sé með svo veikburða hagkerfi að ekki sé möguleiki að greiða þrælsánauðina en hinn sem dvelur við rannsóknir og spár hjá Seðlabankanum spyrnir fótum og segir engu skipta þó skuldin sé yfir 15 prósent af landsframleiðslu það sé víst hægt að greiða hana. Ég segi bara, gott er að túlkun fræðimanna tannlæknadeildarinnar er ekki svo víðfeðm sem hagfræðin er.
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson, fisksali.