Fara í efni

GEGNDARLAUS HROKI ESB!

Ekki fyrir löngu sagði ESB að ábyrgðir gagnvart Englandi og Hollandi væru ábyrgðir gagnavart öllu ESB. Þettar hlýtur þá að vera gagnkvæmt: Þ.e.a.s. að segja að svik, lögbrot, skuldir og ábyrgð hvers einstakts lands innan ESB eru á ábyrgð alls Evrópusambandsins. Því hljótum við Íslendingar að geta krafist af ESB að það gangi í ábyrgð fyrir hvert og eitt ESB-land.
Nú er það svo að breska fyrirtækið BP hefur mengað hafið í Mexikóflóa, afleiðingarnar geta spannað áratugi. Eru ekki líkur á því að hafstraumar Golfstraumsins geti flutt þennan skít á íslensk fiskimið og eyðilagt allan okkar afla? Fróðlegt væri að fá oceangrafer eða hafstraumsfræðinga að rannsaka þetta. Ef það eru líkur á þessu, þá eigum við að krefjast af ESB að það setji tyggingar fyrir hugsanlegu tapi íslensks fiskiðnaðar næstu 100 ár ef við eigum svo mikið sem að tala við þá. Við verður líka að fá tryggingar frá ESB um að ESB bæti okkur mögulegt tjón ef sama hendir vegna olíuvinnslu Dana og Breta í Norðursjó.
Hvalveiðar eru annað mál sem ESB leggur sig í. Við þurfum að vita af hverju. Er það vegna þeirra aðferða sem notaðar eru við drápið eða vegna útrýmingarhættu? Kannski myndi það róa ESB ef við notuðum mannúðlegri aðferðir? Ef þetta er vegna þess að þeir telja að við séum að stofna þessum stofnum í hættu, þá eigum við líka kröfur á ESB: Fjöldi villtra dýra, fjöldi fiskitegunda í hafi, ám och vötnum, fjöldi skriðdýra svo sem froska, fjöldi sjaldgæfra skordýra, fjöldi sjaldgæfra platna í EBS eru í útrýmingarhættu. Um er að ræða tugi þúsunda tegunda. Þessi fjölbreytni í náttúru Evrópu er líka okkar eign ef lífið í hafinu kringum Ísland er eign Evrópu.
Daglega eru sláturdýr, sérstaklega svín, flutt út og suður um alla Evrópu við hroðalegar og kvalafullar aðstæður, aflífun, uppeldi og fóðrun meirihluta húsdýra í EBS uppfyllir ekki þær lágmarkskröfur um manúðlega meðferð sem ESB hefur sjálft sett í lög. Stofnar meirihluta villtra dýra í t.d. Svíþjóð, svo sem birnir, úlfar, lódýr og mörgra annarra eru allt frá nokkrum tugum einstaklinga till kannski 200 dýr. Þessi dýr eru samt drepin - þótt stofnar þeirra séu mörgum sinnum minni en þeirra hvalategunda sem Íslendingar veiða. Við eigum í samningum okkar við ESB að krefjast skilyrðislaust að öll veiði á villtum dýrum þar sem stofnarnir eru undir 20 000 einstaklingum í hverju landi verði þegar stövuð og að ESB leggi fram tryggingar fyrir því að þessar veiðar verði ekki teknar upp aftur. Við eigum að krefjast trygginga fyrir því að öll lönd án skilyrða fylgi gildandi lögum ESB um alla meðferð sláturdýra að viðlögðum stórum sektum. Einnig verður ESB að setja tryggingu fyrir því að veiðar á refum í Bretlandi verði algjörlega bannaðar um alla framtíð. Þessar veiðar eru enn i gangi og eru ómannúðlegar, engu síður en veiðar á hval. Lítil dýr eiga rétt á sömu virðingu og manúðlegri meðferð eins og stór. Eða eiga feitir og þungir meiri rétt í heilsukerfinu en grannur unglingur? Fer manúð eftir kílóum?
Ef þeir eru með stæla við okkur um hvernig við förum med t.d. hvalina - eigum við ekki sama rétt á því að þeir fylgir eigin lögum og reglum um manúðlega meðferð á dýrum? Lögum og reglum sem þeir eru að þvinga á okkur! Nokkur góð dæmi: Bannað er að klippa av "skottið" eða gelda unggrísa án deyfingar. Þessu eru engu ansað innan ESB, nema í örfáum löndum, t.d. skíta danir alveg í þetta. Bannað er að gefa dýrum matarleifar eða fóður með líkamsleifum eða blóði dýra af sama stofni. Fallegt þetta ESB? Ekkert land í öllu EBS fer eftir þessu!
Motto ESB er: Lög eru til þess að brjóta þau! Ef ESB ekki fylgir eigin lögum verður við að slíta samningum með þessum orðum: Við semjum ekki við kerfisbundna afbrotamenn!
Karl Jóhannsson