ESB-ÓRÁÐ

Ekki virðist hafa verið dugur í fólki að taka afstöðu til aðildarumsóknar að ESB á nýliðnu samstarfsþingi VG. Þykir mörgum það örugglega firnavont, sérstaklega þar sem flestum þeim er fylgja VG að málum finnst það hörmulegt að slíkur gjörningur skuli finnast í stjórnarsáttmálanum. Það virtist aukinheldur sem þingmenn og ráðherrar VG teldu þetta bölvað óráð. Meira að segja Árni Þór sem er í klappliðinu virtist hálfhrekjast horn úr horni þegar hann rembdist haldandi í staurinn við að útskýra í hvaða farvegi málið væri og endaði með því að hálf opinbera andstöðu sína. Nei, fjandakornið segi ég nú barasta, nú er komið að þér Ögmundur, Liljum vallarins og bóndanum unga að ganga fram fyrir skjöldu og reyna að koma vitinu fyrir liðið sem hangir í jakkalafi samstarfsflokksins. Að selja góða sannfæringu fyrir lélegan málstað er eitthvað sem ekki sæmir, nema þá helst samstarfsflokknum.
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson, fisksali

Fréttabréf