AÐ HRUNI KOMINN Júní 2010
Ekki virðist hafa verið dugur í fólki að taka afstöðu til
aðildarumsóknar að ESB á nýliðnu samstarfsþingi VG. Þykir mörgum
það örugglega firnavont, sérstaklega þar sem flestum þeim er fylgja
VG að málum finnst það hörmulegt að slíkur gjörningur skuli finnast
í stjórnarsáttmálanum. Það virtist aukinheldur sem þingmenn og
ráðherrar VG teldu þetta bölvað óráð. Meira að segja Árni Þór sem
er í klappliðinu virtist hálfhrekjast horn úr horni þegar hann
rembdist haldandi í staurinn við að útskýra í hvaða farvegi málið
væri og endaði með því að hálf opinbera andstöðu sína. Nei,
fjandakornið segi ég nú barasta, nú er komið að....
Óskar K Guðmundsson, fisksali
Lesa meira
...Ég hef verið óánægður með Ögmund, ekki vegna sjónarmiða hans
heldur vegna þess hvernig hann opinberar æði oft sín sjónarmið í
fjölmiðla þegar þau eru öðruvísi en sú leið sem ríkisstjórnin kýs
að fara. En einnig vegna þess að Ögmundur eins og hann segir
orðrétt: "Alla mína tíð í pólitík og verkalýðshreyfingu hef ég átt
auðvelt með að miðla málum og komast að samkomulagi". Öll þessi
erfiðu mál lágu fyrir áður enn til kosninganna kom, svo ég nefni:
Icesave, kaup Magma Energy á HS orku, stefnan um fyrningu kvótans,
stefnan um eignarhald á vatni, stefnan um markaðsvæðingu
heilbrigðiskerfisins, Skattamálin , utanríkismálin, ESB og
AGS...
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
...Ertu sáttur við framvindu kvótamálsins hjá ríkisstjórn þinni
og Jóni Bjarnasyni? Finnst þér ekkert athugavert við síðasta útspil
ráðherrans vegna þess? Er þetta bara tómt mál um að tala?
Edda
Lesa meira
Hvernig er hægt að halda þetta út? Eftir að hafa setið
aðgerðalaus hjá meðan Magma eignast HS-Orku er bókað á
flokksráðsfundi að svona nokkuð sé á móti grundvallarstefnu
flokksins og lífsskoðun okkar. Þetta er verra en íhaldið sem
grillaði á kvöldin og græddi á daginn. Við erum prinsippfólk í
flokksstarfi en ...
Áslaug
Lesa meira
Um allan heim er hægt að taka lágvaxtalán. Árið 2006 og 2007
tóku margir Íslendingar lágvaxtalán. Það voru skynsamar ákvarðanir.
Löng jenalán hafa ávallt verið góð lán. Fagmennirnir sem veittu
þessi lán klikkuðu á því hvernig þeir skyldu tryggja sig. Þeir
tryggðu sig með ólöglegum hætti. Þeim hefur verið refsað af
hæstarétti. Skynsemdarfólkið heldur sínum lágvaxtalánum. Vonandi
veitist ...
Hreinn K
Lesa meira
Fjármálastofnanir hafa einhliða ákveðið að senda ekki út
greiðsluseðla vegna dóms Hæstaréttar í næstu viku. Þetta er þeim
óheimilt. Samningar gera ráð fyrir jöfnum mánaðarlegum afborgunum
lánanna og öðrum aðila samnings alls ekki heimilt að breyta
samningum, nema þá að í því felist að fjármögnunarfyrirtækið afsali
sér þessari tilteknu greiðslu. Það sem fjármálastofnanirnar eru að
gera er að þær eru að reyna að svæfa stjórnvöld og almenning fram í
næsta mánuð. Kaupa sér tíma heitir það hjá PR-fyrirtækjunum. Ef það
er eitthvað sem ríkisstjórnin ætti að gera þá væri það að beina
þeim tilmælum til fjármálastofnananna að endurreikna lánin í
samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar þegar í stað með hjálp ...
Hafsteinn
Lesa meira
Ekki fyrir löngu sagði ESB að ábyrgðir gagnvart Englandi og
Hollandi væru ábyrgðir gagnavart öllu ESB. Þettar hlýtur þá að vera
gagnkvæmt: Þ.e.a.s. að segja að svik, lögbrot, skuldir og ábyrgð
hvers einstakts lands innan ESB eru á ábyrgð alls
Evrópusambandsins. Því hljótum við Íslendingar að geta krafist af
ESB að það gangi í ábyrgð fyrir hvert og eitt ESB-land. Nú er það
svo að breska fyrirtækið BP hefur mengað hafið í Mexikóflóa,
afleiðingarnar geta spannað áratugi. Eru ekki líkur á því að
hafstraumar Golfstraumsins geti flutt þennan skít á íslensk
fiskimið og eyðilagt allan okkar afla? Fróðlegt væri að fá
oceangrafer eða hafstraumsfræðinga að rannsaka þetta. Ef það eru
líkur á þessu, þá...
Karl Jóhannsson
Lesa meira
...Yfirlýsingar ráðherra uppá síðkastið staðfesta að hér á landi
er verið að búa til alveg splunkunýja samfélagstegund, tvískiptingu
valdsins. Annars vegar er löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið,
fjármálafyrirtækin, fjölmiðlarnir og háskólarnir, en hins vegar
almenningur, forsetinn og Hæstiréttur. Athyglisverð skipting sem
til dæmis varpa sérstöku ljósi á afstöðu framkvæmdavaldsins
("norrænu velferðarstjórnarinnar"), háskólasamfélagsins og
fjölmiðlanna til forseta Íslands. Athyglisverð skipting, sem skýrir
til dæmis hugmyndir manna um "þjóðstjórn". Hvað er enda þjóðstjórn?
Staðfesting á að öllu valdi, nema valdi fólksins, forsetavaldi og
valdi Hæstaréttar, sé undið upp í hnykil til að enginn geti séð
hvar spottin byrjar og endar. Ætli menn hafi atkvæðis- og
skoðanarétt undir Þjóðstjórn?En hvað gerum við þá, sauðsvartur
almúginn? Við getum ...
Ólína
Lesa meira
Nú er það ljóst að við hörðustu andstæðingar að aðildarviðræðum
við ESB samkomuna höfum fengið öflugan bandamann. Sá er alnafni
afrísks knattspyrnuliðs er nú tekur þátt á HM 2010. Ljóst er
enfremur að með aðkomu hans höfum vér tryggt okkur að hægjast muni
verulega á ferlinu. Nú er bara Ögmundur að einhenda sér í að
Icesave fari fyrir dómstólanna, sem gerir það að verkum að
aðildarumsóknin frýs þar sem ekki þykir sýnt að turbo hraði muni
ríkja við ...
Óskar K Guðmundsson, fisksali.
Lesa meira
Hann var ný fermdur drengurinn og hafði fengið talsvert af
peningum í fermingagjöf og vildi nota þessa aura sína af skynsemi.
Fjölskyldan sat við kvöldverða borðið. Sá ný fermdi var hugsi, og
spurði foreldra sína hvað þau hefðu í laun á ári. Faðirinn sagði að
þau væru með ca. 900.000. (DK). Eru það góð laun spurði sá stutti.
Faðirinn svaraði um hæl og sagði að þau ættu fallegt glæsilegt
hús,sumarhús 2 nýja bíla og við höfum það gott, förum í góð frí
hvert ár. Sá stutti sagði þetta hljóta að vera góð laun: Við höfum
það svo gott og erum svo hamingjusöm. Þá spurði sá stutti...
Erling Bjarnason
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum