Fara í efni

VARAÞINGMANNS-VAFNINGUR

"Ef þú og andófsliðið í VG getið ekki hagað ykkur einsog fólk, verið fulltrúar okkar sem treystum ykkur til að standa í lappirnar þá eigið þið að víkja fyrir varaþingmönnum ykkar." Það eru ekki alltaf  jólin skaut sér í huga minn þegar Sveinn G. setti fram þessa skoðun sína á síðunni hjá þér. Sveinn G. hefur greinilega ekki mikið inngrip í stjórnskipan landsins og hefði betur setið við fótskör forseta okkar í janúar þegar hann útskýrði fyrir fréttamönum hvað er hvað í þeim fræðum. Sveini G. til upplýsingar hafa þingmenn skyldur við kjósendur sína en ekki Flokka. Þess vegna er varaþingmannsvafningurinn fráleitur. Kannske hann vilji koma fyrir Flokki í stjórnarská. Kannske að þingmaður skuli lúta vilja Flokks og ekki kjósenda. Þetta er frekar frumstætt sovét sem Sveinn G. sér fyrir sér.
Stefán