UPPLOGNAR SKÝRINGAR?

Sæll Ögmundur.
Ég hef verið að velta einu máli svolítið fyrir mér. Þann 25-09-2008 var samþykkt af stjórn Kaupþings að fella allar persónulegar ábyrgðir af lánum sem fjöldi fólks innan bankans fékk til að kaupa hlutabréf í bankanum.Sumir fengu aflétt ábyrgðum á milljörðum króna, til að mynda eiginmaður varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Sú skýring sem stjórnendur bankans gáfu eftir að þetta kom fram í dagsljósið, var sú að þeir voru að forða því að fólkið færi allt að reyna að selja sín bréf, og við það mundi hlutabréfaverðið snarfalla. Þetta er svosem skýring sem hægt væri að fallast á , ef að hún væri bara ekki hrein og klár lygi. Stjórnendur bankans vissu allt árið 2008 hvert stefndi, ekki hvort heldur hvenær bankinn félli. Þar með liggur það alveg ljóst fyrir að sú ástæða sem upp var gefinn er lygi, en rétta ástæðan er sú , að þeir voru einungis að hugsa um það að bjarga eigin skinni. Þetta er að mínu mati glæpur. Hvers vegna er ekkert fjallað um þetta út frá þessu sjónarhorni? Getur þú svarað mér einhverju um það?
Sveinn Elías Hansson

Þakka þér bréfið Sveinn Elías og ábendingar þínar.
Kv. Ögmundur

Fréttabréf