AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2010
...Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála
Evrópu...Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta mál snertir ríkið.
Þetta er bara málefni þessara félagsmanna í samtökum
atvinnurekenda. Að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi er bara
yfirgengilegt og sýnir bara hvað launamenn hafa verið berskjaldaðir
gagnvart atvinnurekendum og óvinveittu ríkisvaldi. Jafnvel
Hæstiréttur gat ekki varið rétt launamanna að þessu leyti.
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
Í ljósi umræðu um styrkveitingar fyrirtækja til þingmanna, sem í
sumum tilfellum þykja býsna ríflegar, hefur komið upp umræða um
hvort ekki væri hægt að koma á ákveðnu kerfi við þetta. Hugmyndin
er reyndar fengin að láni frá Formúlu 1 og Nascar kappakstrinum en
mundi henta vel fyrir "styrkþæga" Íslenska þingmenn. Hugmyndin er
semsagt sú að styrþægir þingmenn verði með ásaumuð logo
styrkveitenda sinna á jakkafötunum, nú eða drögtunum eftir kyni
auðvitað, svipað og Formúla 1 og ...
Aðalsteinn Stefánsson
Lesa meira
Tveir gegndu starfi sendiherra í Kaupmannahöfn fyrir, í og eftir
mikla útrás íslenskra viðskiptamanna til Danmerkur frá 2002 til
2008. Þetta eru þeir Þorsteinn Pálsson, pistlahöfundur
Fréttablaðins, sem lét af störfum árið 2005, þegar eftirmaðurinn
mætti á Norður-Atlantshafsbryggju. Sá er Svavar Gestsson, fyrrum
aðalsamningamaður Íslands í Ice-save deilunni. Hann lét svo af
störfum í desember síðast liðnum. Svavar þurfti sem sé að taka á
móti Viðskiptaráði Íslands, forstjórum bankanna, fulltrúm
fjármálaráðuneytis og setja upp fyrir þessa aðila fundi, þegar
þessi kransakökutoppur íslenska kaptalísmans tók að sér að ljúga
Dani fulla um íslenska efnahagsundrið. Ég heyrði þessa sendiherra
krúnka saman eins og turtildúfur í útsetningu Sigurjóns Egilssonar
á ...
Ólína
Lesa meira
Í blöðunum í morgun ríða tveir stjórnmálamenn á eftirlaunum
röftum. Það eru þeir Svavar Gestsson sem telja frammistöðu Ólafs
Ragnars í embætti forseta svo skaðlega að það þurfi að koma í veg
fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Svavar tiltók raunar í
greinarstúf í Fréttablaðinu um daginn að væri forseti sem ekki væri
sameiningarákn hefði brugðist hlutverki sínu. Nú vil ég greina á
milli framgöngu Ólafs og hlutverks forsetaembættisins. Sjálfum
finnst mér Ólafur hafa gert það sem þurfti til að veita
ráðherraræðinu aðhald. Þar er um að ræða stjórnskipulegan óskapnað
sem Davíð á e.t.v heiðurinn af að keyra í gegn á ...
Árni V.
Lesa meira
...Ósjálfrátt var ég komin tvö til þrjú ár aftur í tímann og mér
datt í hug útrás Geirs H. Harrdes og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur í austurveg og vestur sem farin var í föruneyti
fyrirtækja og útflutningsráðs þegar íslensk fyrirtæki, einkum
bankar lentu í andróðri erlendis. - Við þurfum að stýra umfjöllun
erlendra fjölmiðla um bankana. Koma á framfæri réttum upplýsingum.
Það var ekkert að bönkunum, þetta snérist um "réttar
upplýsingar". Flugvöllum var lokað, flugbann sett á í
Evrópu með skelfilegum afleiðingum fyrir alþjóðlega
"ferðaþjónustuaðila". Þörfin fyrir að "miðla réttum upplýsingu til
alþjóðlegra fjölmiðla" varð brennandi fyrir "Ísland". Spunamenn
voru kallaðir til, settir voru upp samráðshópar stjórnvalda og
iðnaðarins. Fundir stóðu lengi dags, allt framá kvöld. Það þurfti
að stýra "erlendum fjölmiðlum". Þeir máttu ekki...
Ólína
Lesa meira
Á mínum vinnustað hefur þú árum saman verið kallaður
leiðinlegasti maður á Íslandi. Alltaf á móti. Á móti framförum,
frelsi og hagsæld. Alltaf með múður. Ég hef nú ekki haldið registur
yfir hvaða atriði það eru en það er alveg ljóst að eins og hlutir
hafa þróast hefði mátt taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þú
hafðir fram að færa. Eitt hefur ekki breyst að margir fjölmiðlar
kynna sjónarmið þín enn til sögunnar undir sömu formerkjum þess sem
alltaf er á móti og frekar svona leiðinlegur eiginlega. Þú ert á
móti Icesave, háum vöxtum, aukinni skuldsetningu og einvherju
fleiru. Allt er þetta túlkað sem ....
Kollur
Lesa meira
Brotthvarf þitt og Árna Þórs af þingi vekur margar
spurningar.Eru þið í veikindaleyfi eða eru óþægileg mál að koma inn
á þing?? Þetta þarftu vinsamlega að skýra fyrir þjóðinni...
ÞG
Lesa meira
...Ég veit það Ögmundur, að þú hefur verið -og ert- góður
talsmaður virks lýðræðis...EN, nú er það svo, að ekkert í
ríkis-valda-kerfinu er þeirrar gerðar. Við búum enn við
ólýðræðislegt tveggja turna samkrull, sem nauðgar trekk í trekk
góðum vonum okkar, óbreytts almennings. Því segi ég hér mína
umbúðalausu skoðun, að ANNAÐ HVORT kreistir þú hreðjar...só tú
spík..Jóhönnu og Steingríms og nærð fram vilja hins raunverulega
meirihluta, EÐA, þú sprengir þessa ríkisstjórn, því engu hefur hún
skilað nema áframhaldi spillingar blinds valdabríma tveggja turna,
sem fyrr. Og hvað ef hún er sprengd? Þá er það skoðun mín...
Pétur Örn Björnsson
Lesa meira
Það er merkilegt að heyra þá sem hvorki komu upp stunu né hósta,
þegar mikið lá við að skýra út eðli Icesave deilunnar erlendis,
fara hamförum gegn forseta Íslands, vegna ummæla hans um að rétt sé
að vera viðbúinn Kötlugosi, í fyrirsjáanlegri framtíð.
Ferðaiðnaðurinn á Íslandi er sterkur og vaxandi, og meðal
mikilvægra stuðningsmanna er einmitt forseti Íslands, sem lætur
ekkert færi ónotað til að tala fyrir Ísland. Ef menn eru í alvöru
að rífast um það hvort minnast megi á líkurnar á Kötlugosi, þá er
þar á ferðinni móðursýki á háu stigi, og lyktar sú umræða af
...
Hreinn K
Lesa meira
Þú bendir á að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið gerður að
blóraböggli fyrir vandamál sem á rætur sínar mun víðar. Það er
vissulega rétt að ekki eigi að hafa menn fyrir rangri sök, og því
er sú reglan viðhöfð að álíta menn saklausa uns sekt er sönnuð. En
sú regla tíðkast ekki hjá dómstóli almenningsálitsins, og því er
mikilvægt að það sé ekki sá dómstóll sem kveður upp endanlegan
úrskurð. Ákæra er ekki dómur, og það hlýtur að vera eðlilegt að
maður sem er borinn alvarlegum ásökunum fái tækifæri til að verja
sig gegn...
Herbert Snorrason
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum