Fara í efni

UM HEIMSFRELSUN

Ég las grein Indriða á Smugunni áðan (http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/nr/2918 ). Greinin minnti mig á viðtal við Svavar í Speglinum í vor sem leið þegar hann kom heim og útskýrði fyrir þjóðinni að þeir sem hefðu lagt peninga inn á Icesave reikninga væru gott fólk og heiðarlegt. Sumir þeirra hefðu m.a.s. tekið að sér heimilislausa ketti. Í þessu tilliti eru þeir Svavar vopnabræður og samherjar því ef marka má þeirra eigin orð og framsetningu stendur það upp úr í þessu máli að þeir mega ekkert aumt sjá. Í því ljósi er það skemmtilegt að Indriði væni aðra um heimsfrelsunaráráttu. Þeir eru þeir einu sem ég man eftir sem hafa lýst því yfir að þeirra markmið í málinu sé að verja hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Nú vil ég ekki gera lítið úr slílum ásetningi. Heimurinn væri eflaust betri staður ef allir hugsuðu eins og þeir Svavar og Indriði. Ég held þó að íslenskir skattgreiðendur hafi margir verið uggandi þegar þeir félagar leiddu samningaviðræður fyrir Íslands hönd við önnur ríki. Það var sennilega heillaráð að láta aðra leiða samninga og að þeir finni góðmennsku sinni annan farveg.
Árni V.