AÐ HRUNI KOMINN Mars 2010
...Reyndur jafnaðarmaður með 32 ára þingreynslu sem hefur helgað
krafta sína baráttu fyrir lýðræðislegum leikreglum gerir ekki
meðvitað stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar að sínum. Ekki nema
náttúrulega eitthvað hafi komið fyrir viðkomandi. Önnur staðfesting
á því að forsætisráðherra skrifaði ekki Tomma og Jenna ræðu sína
sjálf er hugmyndin um að leggja niður 80 ríkisstofnanir. Þær
hugmyndir eru jafn merkingalausar og að þykjast vera að byggja upp
norrænt velferðarkerfi í miðju hruninu. Norrænt velferðarkerfi sem
byggist á bótaskerðingu, skerðingu velferðarþjónustu og
aumingjagæsku gagnvart auðmönnum! Hvaða stofnanir er ráðherra að
tala um? Hvaða 2000 ríkisstarfsmenn eru það sem sitja daginn inn og
út og naga blýanta? Ef ekki væri fyrir aumingjaskapinn væru bæði
BSRB og BHM samtökin búin að ...
Hafsteinn
Lesa meira
Erlendur bankamaður sagði eitt sinn um bólur að hraðinn dræpi
engan heldur yrðu menn fyrir skaða sem stöðvuðu mjög snögglega.
Viðskiptaráðherra virðist hrifinn af svona hundalógík því í ræðu
sem hann hélt nýlega í Háskólanum kom hann með eigin útgáfu sem
hljóðar nokkurn veginn þannig að vandi Íslendinga í dag sé ekki
tilkominn "vegna hrunsins heldur vegna bólunnar (sem orskakaði
hrunið)". Þessi orð ráðherrans eru mjög upplýsandi fyrir umræðuna
sem ...
Árni V.
Lesa meira
Ég fagna því að komin sé af stað umræða á afskriftum skulda hjá
almenningi, þ.e.lækkun höfuðstóls lána í það sem þau voru fyrir
hrun. Mér finnst hins vanta umræðu um lán sem fólk er með hjá
lífeyrissjóðum. Ég er viss um að þar sé svigrúm fyrir LEIÐRÉTTINGU
á lánum. Eitt lítið dæmi: við hjónin tókum framkvæmda lán sem átti
að vera til skamms tíma fyrir framkvæmdum við húsbyggingu þar til
við mundum selja fasteignina okkar. Lánið var 21,7 milj upphaflega
tekið í okt ´08. í dag erum við búin að borga 1,7 milj og
höfuðstóllinn stendur í 24,8. Eignin okkar hefur ...
Valgerður
Lesa meira
Eins og þú veist þá vill Landsvirkjun eyðileggja Þjórsá með
virkjunum og hefur rétt okkur sveitamönnunum sleikibrjóstsykur að
ekki eigi að selja orkuna til álvera. En það er annað sem er að
ergja mig og ég spyr hver á Landsvirkjun? Ég hélt að við þjóðin
ættum fyrirtækið eða svo hefur mér verið sagt. Nú er það svo að
ekki er búið að sammþykkja að reisa þessar virkjanir en stjórn
Landsvirkjunar er greinilega búin að ákveða það. Stjórn
Landsvirkjunar er að byggja fjós og íbúðarhús að bænum Akbraut í
Rangárvallasýslu og einnig er hún að ...
Viðar Magnússon
Lesa meira
...Spurningarnar sem fjölmiðlar, t.d. Morgunblaðið, ætti að
leita svara við nú eru meðal annars þessar þessar: Var það í tíð
Vilhjálms Egilssonar, stöðugleikamanni og þáverandi
framkvæmdastjóra Verslunarráðs og formanns efnahags- og
viðskiptanefndar sem þessar reglur urðu til? Var þetta gert að
kröfu Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins? Studdi ASÍ
lagabreytingar sem fæddu af sér þessar ruglreglur? Það þarf að
setja heimilisfang á hrunið og ábyrgðina. Með nákvæmni gæti verið
að þeir sem mest sjást og heyrast í fjölmiðlum nú óskuðu sér
framtíðar, án þess að þurfa að burðast með fortíðina. Það er
kannske það sem...
Ólína
Lesa meira
...Fiskurinn er auðlind sem á ekki að verða vandamál févana
þjóðar heldur happ sem nýta ber af skynsemi. Og það ógnar allri
dómgreind að stöðugleikasáttmáli svonefndur sé hafður að
hótunarefni ef það verður ekki viðurkennt að fyrir meðafla
grásleppukarla á Norðurlandi skuli greiða okurleigu til sunnlenskra
útgerðarfyrirtækja. Íslenska þjóðin krefst þess að umboðsmenn
hennar vinni verk sín eins og fullorðið fólk. Nú er í höndum
löggjafans að nýta undanhald LÍÚ til að ganga af djörfung til móts
við vilja meirihluta þjóðarinnar í því að ...
Árni Gunnarsson
Lesa meira
...Í þessu tilliti eru þeir Svavar vopnabræður og samherjar því
ef marka má þeirra eigin orð og framsetningu stendur það upp úr í
þessu máli að þeir mega ekkert aumt sjá. Í því ljósi er það
skemmtilegt að Indriði væni aðra um heimsfrelsunaráráttu. Þeir eru
þeir einu sem ég man eftir sem hafa lýst því yfir að þeirra markmið
í málinu sé að verja hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Nú vil ég
ekki gera lítið úr slílum ásetningi. Heimurinn væri eflaust betri
staður ef allir hugsuðu eins og þeir...
Árni V.
Lesa meira
Þakka þér fyrir að taka áfengisauglýsingar til umræðu á Alþingi.
Einhverjum kann að finnast þú skjóta föstum skotum að
Ríkisútvarpinu, mér finnst eins og þú gefir á þá lausan bolta, en
af hverju segi ég það? Ég segi það vegna þess að að vinsælir
þættir; dæmi - danski þátturinn Klovn - er kostaður af Tuborg
fyrirtækinu, eða af þeim sem selja Tuborginn hér á landi. Það er
umdeilanlegt að public-service fyrirtæki eins og Ríkisútvarpið
skuli láta kostunarmöguleika (vilja fyrirtækja til að borga
dagsskrárliði) ráða útsendingu sinni og það er óþolandi að svona
fyrirtæki skuli gera út á áfengisdrykkju, ungra sem aldinna. En
þetta er ekki það eina. Allur íþróttaheimurinn leggur ...
Hafsteinn
Lesa meira
...En þá kemur Indriði með útúrsnúningsgrein um hversu vinstri
menn sem börðust á móti upphaflegum Icesave samningum eru vitlausir
að halda fram sjónarmiðunum "berjast á móti heimskapítalismanum".
2. Hvað er embættismaður eins og Indriði sem hefur verið lofsamaður
fyrir margt og er nokkuð vel liðinn að setja fram grein sem er jafn
illa skrifuð og ómálefnaleg eins og þessi grein er. Fyrir mér var
þetta bein og fremur illskeytt árás á það vinstri sinnaða fólk sem
var á móti upphaflegu Icesave samningunum.
Ágúst Valves Jóhannesson
Lesa meira
...Sem áhugamanneskju um samfélagsmál þykir mér verst að
talskona Samtaka ferðþjónustunnar skuli hafa látið hjá líða að
beita sér í málinu, eins og hún gerir jafnan þegar deilur eru uppi
sem sannanlega skaða ferðaþjónustuna. Hún á að gæta hagsmuna
þjónustufyrirtækja í ferðaþjónustunni og hefði átt að gagnrýna
Icelandair flugfélagið fyrir að stofna fyrirtækjunum í voða með því
að neita að semja við flugvirkjana. Til allrar hamingju er
samhljómurinn milli Alþýðusambands Íslands, Samtaka
atvinnulífsins og Viðskiptaráðsins að ekki þarf að ...
Jóna Guðrún
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum