Fara í efni

VERNE KLÓFESTIR ORKUNA

Komdu sæll Ögmundur.
Vegna fréttar í Vísi í gærdag: " Verne borgar yfir helmingi minna orkuverð en vestan hafs" . Á sama tíma og stórveldin, - fremst í flokki Kína og BNA -, keppast um ad klófesta ( "stake out the claims" ) sér orkulindir um víða veröld til ad vera vel í stakk búin fyrir næstu uppsveiflu, fær Verne Global íslenzkar orkulindir afhentar á silfurfati á gjafvirði. Thad hlakkar í yfirmanni thessa bandaríska auðhrings yfir thví, hvernig honum tókst ad vefja hana Katrínu litlu Júlíusdóttur um fingur sér. Núna, þegar jafnvel spilltustu afrísku harðstjórar gerast helst til of heimtufrekir fyrir sig og sín ættmenni, er sem betur fer enn hægt ad gera góðan "deal" vid íslenzka pólítíkusa. Arfi komandi kynslóða Íslendinga,- orkulindunum -, er fórnað fyrir skammtíma hagsmuni og vonina um ad komast inná næsta Alþingi. Með bestu kveðjum,
Orri Ólafur Magnússon, Þýskalandi