Fara í efni

HVAR ER NÝJA ÍSLAND?

Ekki finnst mér ganga nokkuð, að koma á breytingum á Íslandi. Allt virðist vera enn í sama farinu, bankaráðsmenn skammta sér ofurlaun og útrásarvíkingar látnir í friði og geta, að því er virðist haldið áfram að spila sama leikinn, samanber Ólaf Ólafsson í Samskip, sem er að mínu mati, ekkert annað en bankaræningi. Ekki hefur verið hreyft við stjórnsýslunni en allir vita, að allir hæstaréttadómarar, yfirmenn stofnana, sýslumenn og fleiri, eru ráðnir pólitiskt en ekki eftir hæfni. Engar breytingar, allir sitja á sínum stað enn og ekki skeður nokkur skapaður hlutur, annað en að forsætisráðherra heldur áfram gælum sínum við Evrópubandalagið. Á þjóðin að ganga í þetta bandalag núna, á meðan að ástndið er eins slæmt og það er? Nei, maður semur aldrei vel, ef maður hefur ekkert spil á hendi, eins og ástandið er núna. Hvað halda menn? Grikkir eiga í miklum efnahagslegum þrengingum og ég get ekki betur séð, en að Evrópubandalagið sé búið að segja Grikkjum, að þeim verði í raun, nánast lítið hjálpað. Fyrst verði þeir í raun að skera svo mikið niður, að lítið sem ekkert verði eftir af grísku velferðakerfi. Halda svo íslensk stjórnvöld að Evrópubandalagsaðild, hafi það í för með sér, að Evrópuþjóðirnar komi hlaupandi með fullt af peningum, til að bjarga íslenskri þjóð?
Friðjón Steinarsson