AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2010
Ég álít, að kominn sé tími til, að utanríkisráðherra fari fram á
það við sendiherra Íslands í Danmörku, að hann láti sendiráðið
taka saman yfirlit um umræðu þá er fram hefur farið un
einkasjúkrahús í Danmörku og eru rekin á sömu forsendu og
hugmyndafræðingar einkarekinna sjúkrahúsa á Íslandi eru að reyna að
koma á. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Dana...Aldrei verður því
trúað, að ekki sé búið að reikna þetta allt saman út...
S
Lesa meira
Það er í lagi að nota stór orð af því forsetinn synjaði
Icesave-lausn II staðfestingar. Röksemdirnar eru þessar: Forsetinn
fór á svig við það sem menn ætluðu sér með lögunum frá 1944, ekki
bara í Icesave II málinu heldur almennt talað. Hann misskilur
lögin! Skilningurinn rétti er sá að .... Hér hefði þurft að spyrja:
Ef íslenska þjóðin er Jesú Kristur kapítalismans hver er þá Guð
almáttugur? Og áfram má spyrja út frá hnjóðsyrðum um forseta
Íslands í fjölmiðlum, nú síðast í Fréttablaðinu: Af hverju ekki að
láta forsetann í friði?
Ólína
Lesa meira
Á að leyfa loftbólusnillingunum að eyðileggja sameiginlegt
velferðarkerfi þjóðarinnar á nokkrum árum? Og ætla þá stjórnvöld að
taka við brunarústunum - takast á við frjálshyggjuhrun nr. 2 eftir
fáein ár? Hvar eru stjórnvöld eiginlega stödd - hafa þau ekkert
lært? Og hefur Róbert Wessman heldur ekkert lært? Getur hann ekki
skilið að þjóðin vill ekkert með þetta óþurftar framtak hans að
gera. Hún vill ekki að okkar sameiginlega velferðarkerfi verði sett
í krumlur gróðapunga. Nóg er nú samt að snillingarnir tæru,
skuldapungarnir, lögðu efnahagskerfi þjóðarinnar...
Þjóðólfur
Lesa meira
Árið 2010 verður ár umbreytinga í íslensku þjóðfélagi,ár hins
almenna launþega. Launþeginn sem hefur stritað fyrir óðalsbændur,
kaupmenn, hermangara og kvótaeigendur frá upphafi byggðar hefur
nefnilega fengið sig fullsaddan! Í fyrra vor settist svokallaður
vinstriarmur fjórflokksins að völdum og óneitanlega kveikti vonir í
brjósti fólks um alvöru breytingar og gagnsæi í verkum stjórnvalda,
óhætt er að halda því fram að þær vonir urðu að engu nema
vonbrigðum í besta falli og nægir að nefna í því sambandi þann
mikla tíma og fjármuni sem varið hefur verið í Esb umsókn (í óþökk
þjóðarinnar) og tilraunir til að samþykkja icesave (í óþökk
þjóðarinnar).
Ég vil leggja fram þá tillögu að stofnaður verði nýr
stjórnmálaflokkur, nýtt afl sem ...
Gunnar Freyr Hilmarsson
Lesa meira
Fjárglæfrastofninn íslenski var í útrýmingarhættu þegar VG og
Samfylkingin tóku við stjórnartaumunum í febrúar 2009. Síðan hafa
velferðarflokkarnir okkar grænu unnið kraftaverk - ekki bara
með allsherjarfriðun stofnsins heldur alls kyns aðgerðum honum til
aðhlynningar. Þar hefur ...Geri ég það loks að tillögu minni að
stjórnin láti vinna heildstætt umhverfismat á almenningi til að
skanna frekara greiðsluþol hans. Það er nefnilega mikilvægt að láta
ekki staðar numið við uppbyggingarstarfið - fólkið í landinu verður
að gjöra svo vel að láta af hendi rakna í samræmi við getu. Allir
verða að leggjast á eitt og veita fjárglæfrastofninum áframhaldandi
vaxtarmöguleika og fljúgandi byr inn í nýtt ...
Þjóðólfur
Lesa meira
...Jónína Bjartmars, fyrrum heilbrigðisráðherra, hitti líka
naglann á höfuðið þegar hún segist hafa "efasemdir um þjóðhagslegt
gildi þess að koma á fót einkasjúkrahúsi/húsum á
Íslandi. Meðal annars vegna þess að ég tel
það fyrirsjáanlega fyrsta vísinn að tvöföldu
heilbrigðiskerfi." Ég hvet til umræðu um þessi mál. Hver ákveður að
hefja þetta ferli og þessa ráðstöfun á almannafé ( fram kemur að
peningarnir koma úr ríkissjóði - eða hvað?).
Einhverjum kann að koma spánskt fyrir sjónir að læknir í
einkapraxís skrifi þessar línur. En ég er ...
Sjálfstætt starfandi læknir
Lesa meira
Þakka þér fyrir greinarnar um einkasjúkrahús í Morgunblaðinu og
Fréttablaðinu. Ég treysti því eins og þú, að læknar hugsi sig nú um
og geri sér grein fyrir því í fullri alvöru hvað felst í
einkasjúkrahúshugmyndunum Róberts Westmanns og Árna Sigfússonar, og
hvar hagsmunir þeirra liggja. En það eru líka aðrir sem þurfa að
hugsa sinn gang því fleiri bera ábyrgð á einkavæðingaráformum
íslensku heilbrigðisþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli.
Kadeco, fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins, er gerandi og forsendan
í einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar syðra. Það fyrirtæki starfar
samkvæmt þjónustusamningi við fjármálaráðuneytið....Ætli þetta sé
skipulagt að kröfu AGS? Ætla kannski lífeyrissjóðirnir að fjármagna
þetta? Ég held að einkasjúkrahúsið í Miðnesheiðinni gæti hæglega
orðið banabiti VG gagnvart kjósendum þegar þeir um síðir átta sig á
hvert það leiðir og hver ...
Ólína
Lesa meira
Nú er það svo að í hinum stóra heim fjármagnsins eru bankar og
fjármálastofnanir reknir af græðgi. Ég hef ásamt að ég hygg mörgum
öðrum verið að hugsa um hvað hægt sé að gera í þessum málum. Mér
hefur dottið í hug banki, banki alþýðunnar. Sparisjóður sem þjónaði
litlum bæjarfélögum (eða hverfum á hb-svæðinu) þar sem fé bæjarbúa
er lagt í sjóð sem væri nóg til að geta...
Ágúst Valves Jóhannesson
Lesa meira
Í framhaldi af pistli þínum, "Aftur" langar mig að spyrja: Hvað
ætlar þú að gera, Ögmundur? VG gerir ekkert - þú ert í VG, þú
styður þá ríkisstjórn sem gerir ekkert til varnar heimilunum en býr
í haginn fyrir bankakerfi og aðrar fjármálstofnanir svo þær geti
búið í haginn fyrir fjármagnseigendur. Svo allt geti orðið áfram
eins og það var! Hvað ætlar þú að gera? Helst vildi ég sjá þig
...
Guðmundur Brynjólfsson,
fyrrverandi félagi í VG
Lesa meira
Ekki finnst mér ganga nokkuð, að koma á breytingum á Íslandi.
Allt virðist vera enn í sama farinu, bankaráðsmenn skammta sér
ofurlaun og útrásarvíkingar látnir í friði og geta, að því er
virðist haldið áfram að spila sama leikinn, samanber Ólaf Ólafsson
í Samskip, sem er að mínu mati, ekkert annað en bankaræningi. Ekki
hefur verið hreyft við stjórnsýslunni en allir vita, að allir
hæstaréttadómarar, yfirmenn stofnana, sýslumenn og fleiri, eru
ráðnir pólitiskt en ekki eftir hæfni. Engar breytingar, allir sitja
á sínum stað enn og ekki skeður nokkur skapaður hlutur, annað en að
forsætisráðherra heldur áfram gælum sínum við Evrópubandalagið. Á
þjóðin að ...
Friðjón Steinarsson
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum