NORRÆN VELFERÐAR-STJÓRN?

Ég á erfitt með að taka ykkur alvarlega þegar þið nú komið fram með skattaboðskapinn, nýbúin að biðja AGS að vera lengur og viðhaldið sama spillingarliðinu, jafnvel inni í ráðuneytunum, gerið þá að ráðuneytisstjórum og hátt settum ráðgjöfum og endurreisið fjármálakerfið nákvæmlega einsog það var! Einasta sem ríkisstjórnin gerir að EIGIN frumkvæði er að skera niður í velferðarkerfinu. Ætlist þið til þess að vera tekin alvarlega? Átti þetta ekki að vera vinstri stjórn - átti hún ekki að heita Norræn velferðarstjórn sem verndaði launafólkið og velferðina? Sjálf var ég að missa vinnuna eftir tuttugu ára starf á velferðarstofnun vegna niðurskurðar sem fjármálaráðherrann segir að hafi tekist stórkostlega vel. Átti þetta að vera brandari? Mér er ekki hlátur í huga.
Ein atvinnulaus

Fréttabréf