KEM EKKI AUGA Á VINSTRIÐ

Ég tek undir með "einni atvinnulausri" sem skrifar þér á heimasíðuna um "Norrænu vinstri velferðarstjórnina". Ég sé nú ekki lengur mikið vinstri í þessari ríkisstjórn. Ekki hjálpaði að þú fórst úr stjórninni og Álfheiður Ingadóttir var sett í þinn stað. Gagnrýni þín virtist ekki torvelda henni að setjast í þitt ráðherrasæti eins og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafði manndóm í sér til að afþakka. Mér sýnist fátt trufla ráðherrana annað en að óttast um stólana sína. Aldrei hefði ég trúað þessu á VG!!! Eina sem klifað er á er hættan á því að sá hræðilegi atburður gæti gerst að ríkisstjórnin hrökklaðist frá. Öllu virðist mega fórna fyrir það, ESB, Icesave og velferðarkerfinu. Hverju myndi þetta breyta fyrir "eina atvinnulausa"? Ég bara spyr. Ég mun hugsa mig vel um fyrir næstu kosningar áður en ég ákveð hvað ég kýs eða hvort ég skila auðu sem mér finnst líklegast.
Ein sem kaus VG síðast

Fréttabréf