Fara í efni

BURT MEÐ VERÐTRYGGINGUNA

Verðtrygging á lánum Ljóst er að það þarf að bæta upp það mikla fjárhagslega tjón sem varð við efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ein leiðin sem farin er nú er að hækka skatta á hinar ýmsu vörur og þjónustu. Þetta veldur því að þessir hlutir hækka í verði og við það eykst verðbólgan. Skelfileg afleiðing þess er að öll húsnæðislán hækka vegna verðtryggingar á húsnæðislánum. Venjuleg heimili eru nú þegar búin að sjá höfuðstól af verðtryggðum íslenskum lánum hækka um 30%. Hafa stjórnvöld ekki íhugað að afnema verðtryggingu tímabundið eða alveg? Er rétt á þessum tímum hjá velferðarstjórn að fjármunaupptaka verði af venjulegu fólki til fjármagnseigenda í gegnum skattahækkanir vegna verðtryggingarinnar?
Ólafur Örn Pálmarsson

Heill og sæll. Þakka þessar þörfu vangaveltur og skoðanir sem eiga fullan rétt á sér og gott betur.
Kveðja,
Ögmundur