Fara í efni

ANNARS EIGUM VIÐ AÐ FARA Í RUSLFLOKK!

Því miður eru margir skólar ekki að standa sig betur en svo að þeir eru ekki einu sinni með myndavélakerfi í skólunum og auglýsa sig svo sem mjög öfluga í að vinna gegn einelti. Síðan má eiginlega segja að skólarnir séu skipaðir fólki sem er misvel fallið til að gæta hagsmuna barna, sérstaklega lesblindum og ADHD börnum sem ítrekað eru svikin um greiningu og hjálp og síðan skömmuð fyrir að standa sig ekki í skólanum. Allir skyni bornir hljóta að skilja að svona meðferð á börnum getur ekki endað öðruvísi en með algjöru niðurbroti hjá börnunum nema þau fái allan stuðning vel stæðrar og andlega sterkrar stórfjölskyldu. Svo framfleytir barnaverndar-starfsfólk sér á leifum þessara fjölskyldna og hikar ekki við að slíta börnin frá eina styrknum sem þau eiga eftir sem er tengsl við fjölskyldur sínar. Er eitthvað skrýtið að fangelsin séu full og geðsjúkrahúsin líka? Og fíkniefni séu misnotuð? Við verðum að verja rétt þessara baran. Ef við getum það ekki eigum við ekki annað skilið en að lenda í ruslflokki.
Með bestu kveðju,
Anna Sigríður Guðmundsdóttir