Fara í efni

ANDI BJÖRNS?

Halló halló ég hélt að Björn Bjarnason væri farinn úr dómsmálaráðuneytinu ... ég sé ekki betur en andi hans svífi enn yfir vötnum þar. Er ekki kominn tími til að endurskoða meðferð okkar á flóttamönnum?
Jóhannes F. Skaftason

Þakka þér bréfið. Miklar breytingar hafa orðið í dómsmálaráuneyti með tilkomu Rögnu Árnadóttur. Henn ifylgir góður andi. það þekki ég af samstarfi við hana í ríkisstjórn. Þetta segi ég að öllum öðrum ólöstuðum. Síðan get ég verið þér sammála varðandi flóttamenn. Mín skoðun er sú að við séum að ósekju að vísa heiðvirðu flóttafólki úr landi en sitjum uppi með glæpalýð af Schengen svæðinu. Það fólk er hér í boði EES. Hitt verðum við að endurskoða. kannski hvoru tveggja, Schengen og stefnu í málefnum flóttamanna.
Kv.
Ögmundur