Fara í efni

AÐ STANDA VIÐ ORÐ SÍN

Sem kjosandi VG frá byrjun varð eg fyrir miklum vonbrigðum að þú skyldir segja af þér sem ráðherra. Hefði talið þig sýna meiri ábyrgð en að hætta á að stjórnin falli og við sætum uppi með hægra sukkið á þessum alvöru tímum. Það var búið að lofa að borga Icesafe og við vinstri menn göngum ekki á bak orða okkar og undirskrifta og neitum að borga því trúi ég ekki þó að það sé helvíti hart en þetta er gerður gjörningur. það má ekki ske að stjórnin standi ekki og hægra sukkið komist að stundum verða menn að lúffa og alltaf verða stjórnmál samningar í lyýræðisríki.
kv.
Óskar

Ég var aldrei búinn að lofa að borga á þeim forsendum sem Bretar og Hollendingar vilja þröngva okkur til að gera. Við vorum búin að heita því að semja en ætluðum að gera það standandi en ekki á hnjánum. Svoldið er ég hissa á því hvernig  þeir sem kalla sig "vinstri menn " stilla sér margir hverjir upp í þessu máli: Taka skilyrðislausa afstöðu með breskum og hollenskum innistæðueigendum, fólki sem þó atti eitthvað - en ekki með hinum sem ekkert eiga. Það var líka búið að lofa öryrkjum á Íslandi ákveðnum kjörum með lögum. Þau kjör erum við nú að skerða. Er það í lagi?
Kv.
Ögmundur