AÐ HRUNI KOMINN Október 2009

ÚT MEÐ AGS

...Ég ætla að þakka þér fyrir þitt. Í mínum huga verðum við að senda AGS úr landi. Um Icesave verður að semja upp á nýtt eða fara dómstólaleiðina. ESB - umsókn breytir engu hér næstu árin. Þú ert að standa þig virkilega vel.
Kv, Eggert.

Lesa meira

Á LEIÐ Í FRAMSÓKN?

...Ég sá haft eftir þér á Vísi að Sigmundur Davíð hefði verið með bestu ræðuna. Var það vegna þess að honum þótti þessi ríkisstjórn ekkert hafa gert rétt og ef svo er er þá ekki ráð að ganga í Frammsóknarflokkinn? Þú myndir kanski koma til okkar á fund hér í Árborg og skýra þetta út fyrir mér og öðrum....
Viðar Magnússon

Lesa meira

ENGA VITLEYSU

...langar bara að lýsa mikilli ánægju minni með ákvörðun þína gagnvart Icesavemálinu og að láta ekki kúga þig í sömu vitleysuna og hinir. Orðinn maður með meiru í mínum huga! ...
Sævar B Einarsson, skattborgari

Lesa meira

VON UM BJARTA FRAMTÍÐ

...Ég sem fyrrverandi félagi þinn í Vg er stoltur af þessari ákvörðun þinni. Ég vildi bara óska þess að fleiri þingmenn Vg væru jafn heilsteyptir í sínum málflutningi og þú ert. Það væri þá kannski einhver von um bjarta framtíð til handa Vinstri grænum..
Rafn Gíslason

Lesa meira

ALDREI AFTUR

Ekki Sigmund Davíð og Tryggva Þór takk! Það er hart að þurfa að lúffa fyrir gömlu nýlenduveldunum, en það væri enn harðara að hleypa þeim kumpánum Sigmundi og Tryggva upp á dekk. Stöndum saman, slíkt má aldrei verða...
Ólafur S. Andrésson

Lesa meira

HEIMASÍÐAN GÓÐ EN FRAMGANGAN BETRI

....Af þeim vinnubrögðum hélt ég að allir hefðu fengið nóg þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur deildu og drottnuðu í Stjórnarráðinu. Eru vinstrimenn virkilega búnir að gleyma þeim tíma? Það var vægast sagt ósvífið að hrekja þig  úr ríkisstjórn fyrir þær sakir einar að vilja vinda ofan af  ólýðræðislegum vinnubrögðum ríkisvaldsins undanfarna tvo áratugi sem ásamt fleiru leiddu þjóðfélagið í þær hrikalegu ógöngur sem það er nú statt í. Þetta verða allir vinstrimenn að hafa hugfast þegar það hvarflar að sumum innan þeirra raða að freistast til að halda að tíminn sé svo naumur að ekki sé rúm fyrir lýðræðið.
Helga Þorsteinsdóttir   

Lesa meiraVELGENGNISÓSK

Hlustaði á þig í Kastljósinu og verð að segja að VG þyrfti ekki að kvíða því að kjósendur myndu snúa baki við þeim eða falla frá stuðningi við þá, ef að það væri hægt að heyra meiri samhljóm frá VG í takt við nóturnar þínar. Takk og gangi þér vel.
Jóhann

Lesa meira

UPPHALDSMENN RÉTTRAR TRÚAR

......Þegar hér kemur í sögunni skiptir miklu að skilja sýnist mér, að framkvæmdavaldið gerði ekki eins og löggjafarvaldið sagði í Icesavemálinu heldur tók sig til og fór að semja um eitthvað annað en lög segja til um.
Áherslan sem forsætisráðherra lagði á að ríkisstjórnin temdi sér öll þúfnakollagöngulagið er óskiljanleg, nema samningsdrögin hafi legið fyrir að mestu, að þau vikju í veigamiklum atriðum frá ríkisábyrgðarlögunum og að hún
vildi á þessum grundvelli hafa tryggingu fyrir að allir ráðherrarnir, allir 34 þingmennirnir, sem fylla stjórnarflokkana færu sameinaðir gegn samþykkt Alþingis frá í sumar. Erum við ekki farin að nálgast svolítið Леонид Ильич
Брежнев
í tíma? Ég er hreykin af frammistöðu þinni, í sumar og í samhengi við það, síðustu
daga.
Ólína

Lesa meira

Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira

ÞÁ VEIT ENGINN HVAÐ HANN ER AÐ BORGA ...

Ágæt grein hjá Ögmundi um snjallmæla. Snjallmælar gera það mögulegt að breyta orkuverðinu fyrirvaralaust. Það getur breyst frá klukkutíma til klukkutíma. Orkusalar geta því búið til svo flóknar gjaldskrár með hærra verði á daginn en á nóttunni, og á matartíma og utan, lægra um helgar en á virkum dögum og hæst kl 15- 19 á aðfangadag. Þá veit enginn í raun hvað hann er að borga ...
Mkk. Jónas

Lesa meira

TILLAGA TIL LAUSNAR BRÁÐAVANDA

Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir

Lesa meira

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: UM ÓGNVALDA SAMFÉLAGS

Mynd af tveimur vegvilltum framleiðendum á “ hríðskotabyssum úr plasti”, sögðum á slóð nýnasista, er nú uppdregin til skelfingar fólki öllu. “Samfélag lögreglu” og Alþingi sagt skotmark í hugarórum tvímenninga. Í sjö mánuði segist dómsmálaráðherra hafa setð fast að samningu frumvarps til laga um að galopnað verði aðgengi valdkerfis, lögreglu, að öllum persónusamskiptum þegna landsins, á netinu og símleiðis. Á það við um pólitísk samskipti jafnt og öll önnur ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: “VAÐLASYNDRÓM” HRINGHUGA

Margfrægt Vaðladæmi náði að þrefaldast og gott betur í milljörðum talið frá kynntri 5.6 milljarða áætlun 2009. Spunavélin að baki er því enn í gangi til framleiðslu á upplýsinga-óreiðu. Ríkiskostaðri framkvæmd er ennþá lýst sem “ einkaframtaki”. Djörf er núgildandi ákvörðun stjórnvalda, margstaðfest frá 2019, um að hringtengt skuli þorpið við Seyðisfjörð, því til upplyftingar. Raðverkefni, gerð þrennra jarðganga og tengivega. 45 milljarðar var kynnt heildarverðð 2019 og raðverkefnið sett þá í núverandi forgang um gerð álíka vegainnviða.
“ Endurreiknaða” kostnaðardæmið er nú þegar skroppið á 90 milljarða ról sitt, og vart er ...

Lesa meira

Kári skrifar: Hvaða rétt hefur fólk í mafíuþjóðfélagi? - Einkarekin eftirlitsfyrirtæki -

Það er ríkt í mannlegu eðli að draga úr alvarleika mála, sérstaklega ef málin þykja óþægileg. Þá er stutt í meðvirkni og afneitun. Mikið bar á því árin fyrir hrunið. Á meðan unnið er að auðlindaráni á gulleggjum þjóðarinnar er rætt á Alþingi um brennivín í búðir og frjálsan aðgang að eiturlyfjum. Fólk í vímu er enda ólíklegt til þess að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum og því hagur stjórnmálanna og mafíuaflanna að halda sem flestum í annarlegu ástandi ...

Lesa meira

Kári skrifar: Dómur Evrópudómstólsins í málinu C-305/17 | FENS spol. s r.o. gegn Slóvakíu - Útflutningur á rafmagni

Samkvæmt 267. gr. Lissabon-sáttmálans [TFEU] geta málsaðilar í aðildarríkjum Evrópusambandsins farið fram á forúrskurði [preliminary ruling] Evrópudómstólsins sem þá verða bindandi fyrir dómstóla aðildarríkja. Hugsunin þar að baki er sú að tryggja samræmingu réttar aðildarríkjanna við Evrópurétt. Þannig stendur Evrópudómstóllinn vörð um forgang Evrópuréttarins ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVERS VEGNA EIGA INNVIÐIR SAMFÉLAGA AÐ VERA Í OPINBERRI EIGU? ALMANNARÉTTUR OG ORKUMÁL

Íslendingar búa við spillta og meðvirka valdastétt. Spillingin lýsir sér í misnotkun veitingavaldsins, hvernig fólk er valið í ákveðnar stöður og embætti, jafnvel sett á svið leikrit í kringum fyrirfram gefnar niðurstöður, hvernig eigur almennings eru gefnar vinum og vandamönnum, hvernig lög eru sett til þess að þjóna sérstaklega ákveðnum þjóðfélagshópum, sem valdinu eru þóknanlegir, og svo mætti lengi áfram telja ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar