AÐ HRUNI KOMINN Október 2009
Ég fylgdist með Jóhanni Haukssyni blaðamanni, í Silfri
Egils sl. sunnudag. Hann var orðljótur í þinn garð eins og hann
hefur verið í skrifum sínum að undanförnu. Jóhann vildi láta okkur
trúa því að hann væri að verja málstað vinstri sinnaðs fólks og
vinstri stjórnar! Ekki talaði hann fyrir mig og er ég þó vinstri
sinni. Það sem mér þótti merkilegast við ræðuhöld Jóhanns var
hvað hann sagði þegar hann var búinn með hrakyrðum sínum um þig að
afskrifa stjórn Samfylkingar og VG. Þá minnti hann á að einhver
stjórn yrði að vera í landinu - og skyldi ég það ekki betur en svo
að honum þætti þá í lagi að hafa Íhaldið með ...
Jóel A.
Lesa meira
...það gengur ekki að skerða rétt eftirlaunaþega, sem hafa komið
okkur á kortið. Það gengur ekki að skerða þjónustu við börn. Það
gengur ekki að skerða þjónstu við sjúklinga. það gengur ekki að
skerða þjónustu við þá sem eiga erfitt. Það gengr ekki að hjálpa
ekki þeim sem eiga erfitt um þesar mundir. Ögmundur ég vona að þú
virðir það mér til hvatningar að ég reyni að koma mínum sjónarmiðum
hérna á framfæri þar sem ég veit ekki um aðra betri leið þar sem
þetta er mikið lesið. Afhverju er ekki sparaðar 81 miljón hjá
ráðuneytum fyrir frjals framlög ráðherra? það mætti ...
Hafsteinn Örn Guðmundsson
Lesa meira
Sigmundur Davíð er í hópi nokkurra sem mér finnst hafa komið
lang-sterkast fram gegn Evrópubandalaginu, gegn Icesave-nauðunginni
og gjöreyðingarvaldinu IMF (AGS). Hann lætur ekki kúga sig til
hlýðni. Ögmundur, tek hatt minn ofan fyrir að standa fastur núna
(ekki í Evrópu málinu þó) gegn drottnun ríkisstjórnar Jóhönnu. Skil
þó ekki hvers vegna þú styður enn Icesave-stjórnina....
ElleE
Lesa meira
Ég vissi að þú værir maður heill! Þú eykur trú mína á
manneskjuna....
Þór Þórunnarson
Lesa meira
Það er ljóst að þó nokkrir eru ánægðir með ákvörðun þína að
segja af þér. Ég er ekki einn af þeim. Ég hefði viljað hafa þig
áfram í ríkisstjórn. Þeir sem eru einna ánægðastir með afsögn þína
og gagnrýni eru þó stuðningsmenn Framsóknar og
Sjálfstæðisflokksins. Sannkölluð þórðargleði þar. Vinna við
stjórnmál og þá sérstaklega þáttaka í ríkisstjórn hlýtur að fela í
sér samstarf og eilífar málamiðlanir, alla vegar væri erfitt að
setja saman stefnu fyrir marga "prinsipp" menn sem vilja lítið sem
ekkert gefa eftir og standa fast á sínu. Ég hef kynnt mér Icesave
samkomulagið og hef verið þeirrar skoðunar lengi...
Kristján Gunnarsson
Lesa meira
Þegar sömu skaðræðisöfl reyndu að vaða yfir Malasíumenn fyrir
áratug neitaði þjóðarleiðtoginn Mahathir bin Mohamad að láta keyra
sig í keng og og bjargaði þjóðinni frá vesæld og kúgun, sjá
nánar...
Jónas Knútsson
Lesa meira
...Þar voru umræðugestirnir Jóhann Hauksson blaðamaður, Gauti
Kristmannsson lektor, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður og Ólafur
Arnarson hagfræðingur. Mér blöskraði málflutningur þeirra
tveggja fyrrnefndu og hugsaði mér að það væri ekki furða að
blaðamennskan væri á því lága stigi sem hún er, eftir að hafa
hlustað á óðamálabull Jóhanns. Ruglið í Gauta sem er háskólalektor
á launum frá skattgreiðendum var af sama meiði. Gauti hafði skrifað
grein í Morgunblaðið sem Egill Helgason kallaði messu og satt að
segja fannst mér persónulega ekki heil brú né rök í skoðun
mannsins. Það var líkast því að bæði Gauti og Jóhann væru
leigupennar, eða leiguliðar Jóhönnu Sólrúnar og Steingríms J., eða
jafnvel Breta og Hollendinga....
Helgi
Lesa meira
Er það ekki bara að finna í martröðum hinnar íslenzku þjóðar, að
stefnt sé nú að því að ýtt skuli úr Ice-slave frumvarpinu hinu nýja
þeim eina fyrirvara sem okkar yzta nöf getur fóstrað þar til fyrir
liggur hvort aðkoma dómstóla eigi þar erindi sem erfiði. Á kannske
að fjarlægja þann fyrirvara bara si svona. Sú sorg er mest nagar er
að nú rekst Grímur í því að gargast í að hlutir sem hann áður hefði
froðufellt af illsku yfir, fari í gegn á hraðbraut sem kenna mætti
við ljóshraða þess arma tíma 2007.. ÖGMUNDUR þú stendur ekki
einn.
Óskar K Guðmundsson, fisksali
Lesa meira
Þú segir þig úr ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að hún
spryngi. Síðan gengur á með ásökunum um að þú sért að sprengja sömu
ríkisstjórn. Gagnrýni þína á leynd og ólýðræðisleg vinnubrögð láta
menn sem vind um eyru þjóta. Getur það ekki farið saman að gagnrýna
ríkisstjórn sem maður styður? Það er rétt sem þú sagðir í pistli
hér á síðunni, eitt er stuðningur annað er undirgefni.
Grímur
Lesa meira
Sér grefur gröf þótt grafi. Það er greinilegt að þú Ögmundur
ásamt meðreiðarfólki þínu verður þess valdandi að ríkisstjórnin
fellur og glíman við kreppuna verður launafólki í landinu mun
erfiðari en hún þurfti að verða. Það er ekki heil brú í
aðferðafræði ykkar, þín, Guðfríðar, Lilju Mósesdóttur, Atla
Gíslasonar og unga drengsins úr Dölunum með siðferðilegum stuðningi
Hjörleifs Guttormssonar, sem er eins konar "Hannes Hólmsteinn"
vinstri manna. Það er ekki hægt að ná utan um þá pólitík sem þið
drífið eða hvert hún á að leiða ...
Natan
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum