Fara í efni

UM BÆLDAN VILJA

Jæja, þá er að sjá að við sem ventum 180 gráður í síðustu kosningum og gengum gegn upplýstri sannfæringu okkar, að ekki væri hægt að styðja rauða litinn eftir að sá blái hafi um 30 ára skeið staðið í stafni, séum að reka okkur á mola sannleiks hvað yfirlýsingu þá varðar. Nú skulu rauðir ryðja úr vegi hverri þeirri hindrun sem óratíma sumars tók um að þrasa, til hugsanlegra varna samfélagsins. Þrautargangan sýnist örend orðin, út skal með áherzlur sem hörðustu andstæðingar þeirrar hugmyndarfræði sem í upphafi var lagt upp með börðu í gegn af hörku. Örfáir virðast þó búa við bældan vilja og eiga þar með möguleika á að afsala sér liðhlaupanafnbótinni. Málamiðlanir virðast hins vegar öðlast nýja merkingu innan hreyfingarinnar. Ég bendi mönnum á að kynna sér hvernig slíkt orð hefur leikið nýsofnaða hreyfingu Borgara.
Kveðja,
Óskar K Guðm., fisksali.