Fara í efni

SNÚUMST TIL VARNAR

Niðurskurður og aftur Niðurskurður er það nauðsynlegt? Nei,eða já en öðruvisi. Það sem slóg mig mest í síðustu viku var þegar umræðan snýst um að 500 manns verði sagt upp á Landspítalanum, þá staldrar maður við og fer að lesa....... Þetta er það fólk sem sinnir fjölskyldum þessa lands, eldri borgurum , skattgreiðendum og börnum... er eitthvað ekki í lagi þegar við erum farin að tala á þessum nótum? Þurfum við ekki aðeins að staldra við og hugsa aðeins hvað við ætlum að fara að gera? Þótt ég hafi ekki verið virkur í pólítík þá er þetta eitthvað sem snertir mig og ég get ekki látið hjá liggja að snúast til varnar. það gengur ekki að skerða rétt eftirlaunaþega, sem hafa komið okkur á kortið. Það gengur ekki að skerða þjónustu við börn. Það gengur ekki að skerða þjónstu við sjúklinga. það gengur ekki að skerða þjónustu við þá sem eiga erfitt. Það gengr ekki að hjálpa ekki þeim sem eiga erfitt um þesar mundir. Ögmundur ég vona að þú virðir það mér til hvatningar að ég reyni að koma mínum sjónarmiðum hérna á framfæri þar sem ég veit ekki um aðra betri leið þar sem þetta er mikið lesið. Afhverju er ekki sparaðar 81 miljón hjá ráðuneytum fyrir frjals framlög ráðherra? það mætti nota það vel á einhverum spítalanum, af hverju fá ráðherrar þessa heimild i kreppunni, gætir þú spurt um það. Sendiráð.....við þufrum 1 i Danmörk, Noregi og sameiginlegt með þessum þjóðum í Svíþjóð og Finnlandi, getum sparað þar. Þurfum eitt i Bretlandi ( Danir sjá reyndar um vegabréfsáritanir til Íslands frá Bretalandi hvers vegna er þá sendirráð þar? Þurfum 1 sendiráð í Þýskalandi fyrir Evrópu? Eitt í Kína.....búið , hvað er hægt að spara mikð þar sem hægt væri að nýta hérna heima? Tillaga.........virkið fólkið sem vinnur á vinnustöðunum til að takast á við erfiðleika í rekstri og leyfið fólkinu að vera með þannig að það sé upplýst um stöðuna. Að lesa í blöðum að það verði að segja upp 500 starfsmönnum á LSH er ekki skemmtileg lesing fyrir fólk sem vinnur þar. Aðgát skal höfð í nærverru sálar. Lokaorð: Ég vinn ekki á LSH. Kannski les þetta einhver eða þetta verður birt, ég á eftir að skrifa meira ef það er þér að skapi.
Kv. til allra sem nenna að lesa. Lokaorð, 500 uppsagnir á LSH er alveg ut ur kú,
Hafsteinn Örn Guðmundsson