LÁT HJARTAÐ RÁÐA

Kæri Ögmundur.
Það er öllum ljóst að undanfarið hefur þér gengið mjög illa að eiga afleiki. Við sem styðjum þig heilshugar er það að sjálfsögðu fögnuður einn. Framundan er nú hin þinglega ákvarðanataka varðandi hlutskipti það, er varðar hugsanlega ánauð samfélagsins. Ég trúi því að þú munir láta hjarta ráða för þó í lagi sé að sjálfsögðu að hafa samvizkuna með í ráðum. Orsakarökhyggjunni hefur verið veifað undanfarið af þvílíkum krafti að jákvæð niðurstaða mun þétta raðir samstarfsflokks VG en riðla brjóstvörn gagnaðila. Að því loknu virðist brautin fyrir EB verða greið, en gegn slíkri hörmung ber að sporna við af festu. Ögmundur haltu áfram að vera sannur og beinn.
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson fisksali.

Fréttabréf