FYLGI ÞÉR HEILSHUGAR

Heill og sæll Ögmundur minn.
Fyrst vil ég þakka þér fyrir þá gengdarlausu vinnu sem þú hefur lagt af mörkum fyrir land og þjóð. Ég verð að segja að það er mikill missir af þér úr stólnum. En það er þín áhvörðun, og ég styð hana heilshugar. þetta var það eina rétta sem hægt var að gera í stöðunni, og svona gera menn sem standa á sinni sannfæringu. og tek ég ofan fyrir þér.
Ég var í bláum hönskum hér einu sinni og þegar hrunið kom þá sagði móðir mín við mig - en hún þekkti vel til þín -að þú værir sonur Íslands og bærir velferð lands og þjóðar hærra enn nokkur annar. Og ég gekk til liðs við VG og er stoltur af því og það er vegna veru þinnar í flokknum. En ef þú ferð úr honum þá mun mitt atkvæði fylgja þér það hefur þú áunnið allavega hjá mér og minni fjölskyldu, ef þú þarft á hjálp að halda þá er mín fjölsk tilbúinn að leggja fram þá hjálp sem hún getur reitt framm. Við erum bara venjulegt alþýðufólk og teljum okkur vera heiðarlegt fólk, ég er svo stoltur að vera Íslendingur og vil vera það áfram og ég á mér draum að þú Ögmundur minn mundir stjórna þessu landi og þjóð vorri fram til samkenndar, réttlætiskendar og heiðarleika. Ég veit að það eru svo margir sem munu hópast fyrir aftan bakið á þér til stuðnings og líka fyrir framann til að auðvelda þér leiðinna til að leiða þessa þjóð úr þeim ragnarrökum sem hún er í. Þetta bréf er ritað frá hjartanu og vona að mitt alþýðulega málfar skili sér á þann hátt að til að reyna að hvetja þig til dáðar.
Með kæri kveðju.
Hermann Hinriksson

Fréttabréf