EKKI VEITTI ÉG MITT UMBOÐ!

Hvers konar rugl er þetta með þennan Stöðugleikasáttmála. Fréttir herma að nokkrir umboðslausir miðaldra karlar sitji og bíði eftir því að ríkisstjórnin hætti við að skattleggja orkufyrirtæki og skeri niður við Landsíptalann í staðinn. Annars segja þeir að verkfall bresti á. Hver gaf þeim umboð til að segja þetta fyrir mína hönd? Ekki ég!!!
Ég vona að Elín Björg Jónsdóttir, nýr formaður BSRB, taki fram fyrir hendur þessum lánlausu mönnum. Annars gæti farið svo að þeir valdi tjóni á samfélagi okkar.
Ljósmóðir

Fréttabréf