Fara í efni

UM SIÐFERÐI FORMANNS BSRB

Hver er þín siðferðilega staða Ögmundur, nú þegar ráðist er að opinberum starfsmönnum af ríkistjórn sem þú situr í? Er þér siðferðislega stætt á því að þykjast vera talsmaður opinberra starfmanna lengur?
Stefán Arngrímsson

Nokkuð er um liðið síðan þú sendir mér þetta litla bréf Stefán og bið ég þig forláts á að svara seint um síðir. Ég vona að við sem skipum ríkisstjórnina berum gæfu til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja almannahag og þar með störfin óg kjörin í opinbera geiranum. Frá því ég varð ráðherra hef ég verið formaður BSRB í leyfi - in absentia. Á þingi samtakanna í október mun ég hins vegar formlega láta af formennsku og verður þá nýr formaður kjörinn. Getur þú þá vonandi tekið gleði þína.
Með kveðju,
Ögmundur Jónasson