Fara í efni

STJÓRNMÁLAMENN BRUGÐST

Heill og sæll Ögmundur.
Hér eru hugleiðingar. Pólitík Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hefur leitt þjóðina í þrot. Er við auðjöfra að sakast? Ég tel ekki svo vera. Hvers vegna spyr enginn hvers vegna regluverkið var ekki til staðar sem tryggði að slíkur uppgangur gæti ekki átt sér stað?? Hvers vegna spyr enginn hvers vegna varaformaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti ekki þjóð og þing að bankinn hennar væri kominn á hausinn með tilheyrandi afleiðingum. Trúir því virkilega einhver að hún hafi ekki vitað af stöðu mála? Um hvað var rætt um við eldhúsborðið?? Munum að hún er kosin til að gæta hagsmuna þjóðarinnar! Ef við sem forsvarsmenn fyrirtækja gerumst sekir um slík afglöp sætum við ábyrgð. Að mínu viti eru ráðamenn þjóðarinnar í aðdraganda hrunsins sekir um afglöp á starfi sem í sumum tilfellum kunna að falla undir hegningarlög.sbr Í tíunda kafla almennra hegningarlaga er fjallað um landráð og viðurlög við þeim. Þar segir meðal annars í 91. grein: "Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum."
Þetta er kjarni málsins. Spurningin er þessi. Hver hefur kjark til að veita þessu máli árferði?
Með vinsemd og virðingu fyrir ykkur öllum.
Magnus Jósefsson,
Belapstrasse 7 Naters Sviss