MEINLEG MISHEYRN

Franek Rozadowsky, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, kom fram í hádegisfréttum RÚV í dag. Hann talaði um nauðsyn þess fyrir Íslendinga að efla gjaldeyrisforða sinn með lántökum frá AGS, Norðurlöndum og öðrum "gjafaþjóðum", " donors".
Er AGS að gefa okkur eitthvað? Eru Norðurlöndin að gefa okkur eitthvað? Eru Pólverjar að gefa okkur eitthvað? Eina þjóðin sem hefur sýnt Íslendingum alvöru gjafmildi og veðrskulda að vera kallaðir "donors", "gefendur" eru Færeyingar.
Allar aðrar þjóðir eru með okkur á háum vöxtum og stilla okkur auk þess upp við vegg vegna Icesave. Fyrst hélt ég að Franek landstjóri hefði talað um dónaskap og fannst það vel geta gengið upp. Síðan rann upp fyrir mér að þetta var meinleg misheyrn og að hann hafði notað enska orðið "donor" og vísað til þess að Íslendingar væru að þiggja gjafir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá runnu á mig tvær grímur. Það gerist æ oftar.
Jóel A.  

Fréttabréf