HVAR ER HUGREKKIÐ?
Daginn.
Það er auðvelt að vera digurbarkalegur í netheimum, en þú og
samflokksmenn þínir hafa sanna að þar endar hugrekkið, sbr.
atkvæðagreiðsluna um aðildarviðræður við ESB. Hvernig væri nú sýna
að ég hafi ekki rétt fyrir mér!
Árni Einarsson
þakka bréfið sem ég fékk fyrir nokkru. Ekki seinna vænna að
birta það því endanleg atkvæðagreiðsla er í dag um Icesave. Mikið
vatn hefur runnið til sjávar síðustu vikur. Enn er ég ósáttur við
Icesave samninginn en fyrirvararnir sem Alþingi hefur sameinast um
að smíða eru til mikilla bóta og gerbreyta málinu að mínu
mati.
Kv.
Ögmundur